Fréttir

Starfsfólk ánægt með ræstingar á dagvinnutíma

Hreint ehf.

Hreint ehf.

19. janúar 2016

Sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir vilja að vinnustaðurinn sé ræstur á dagvinnutíma. Það er af sem áður var að starfsfólk sem ræstir vinnustaðinn vinni á kvöldin og fram á nætur. Þessi þróun er engin tilviljun, enda margt sem mælir með því að fá okkur hjá Hreint til að ræsta á dagvinnutíma.

Það eru margir kostir því samfara að ræsta á daginn. Með því sparast ýmis kostnaður. Til dæmis þarf ekki að hafa húsnæðið uppljómað fram eftir kvöldi svo hægt sé að ræsta. Hreinlætið á vinnustaðnum eykst einnig. Rannsókn sem vitnað er til í nýlegu eintaki af European Cleaning Journal sýnir að starfsfólk gengur almennt betur um vinnustaðinn og er ánægðara með ræstingarnar þegar það sér starfsmenn ræsta reglulega.

Reglulegar ræstingar á dagvinnutíma skila einnig betri samskiptum milli starfsfólksins á vinnustaðnum og þeirra sem sinna ræstingum. Í stað þess að pirringur byggist upp hjá starfsmanni af því eitthvað er ekki gert eins og hann eða hún kýs helst getur viðkomandi rætt það við starfsmanninn sem sér um ræstingarnar og mögulega fengið hann til að breyta sínum starfsaðferðum.

Fækkum fjarvistum vegna veikinda

Það er augljóst heilbrigðismál að hafa hreint í kringum sig á vinnustaðnum. Ræstingar á dagvinnutíma skila hreinni vinnustað, og þar af leiðandi heilbrigðara starfsfólki. Það þarf ekki að segja neinum vinnuveitanda hversu mikilvægt það er að huga að heilsu starfsmanna og draga úr fjarvistum vegna veikinda. Eitt skref í þeirri mikilvægu vegferð er að fá okkur hjá Hreint til að ræsta á dagvinnutíma.

Við hjá Hreint bjóðum upp á sérhæfða ráðgjöf um ræstingu hjá þínu fyrirtæki. Um það bil fjórir af hverjum fimm viðskiptavinum okkar fá okkur til að ræsta á daginn. Hafðu samband og slástu í hópinn.