Kristín og Atli taka við nýjum störfum hjá Hreint
Fréttir

Skipulagi breytt til að efla sérhæfni og þjónustu

Við hjá Hreint kappkostum að veita viðskiptavinum faglega og góða þjónustu byggða á gildum okkar sem eru hreinlæti, samskipti og skilvirkni. Aukin vöxtur í starfsemi okkar hefur leitt af sér skipulagsbreytingar sem eru í takt við nýjar áherslur um að Hreint verði leiðandi fyrirtæki á sviði hreinlætis og heilbrigðis.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

7. júní 2022

Þjónustu- og mannauðssvið hefur verið skipt upp í þeim tilgangi að auka sérhæfni mannauðs og þjónustu Hreint. Við starfi mannauðsstjóra tekur Kristín Dögg Höskuldsdóttir. Hún hefur mikla reynslu á sviði mannauðsmála, m.a. sem starfsmannastjóri Securitas og mannauðsstjóri Subway. Við þjónustu- og gæðasviði tekur Atli Örn Jónsson. Hann hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur m.a. starfað hjá Valitor, Íslandsbanka og Verði tryggingum.

Hreint er í mikilli sókn og erum mörg tækifæri og spennandi tímar framundan í að auka hreinlæti og heilbrigði landsmanna.