Fréttir

Ræsting Landspítalans til Hreint

Hreint ehf.

Hreint ehf.

3. febrúar 2014

Nú um mánaðarmótin tók Hreint ehf. við ræstingum á Landspítalanum í Fossvogi en það er stærsta verkefni sem fyrirtækið hefur yfirtekið í 30 ára sögu. Hreint reyndist bjóða hagstæðasta tilboðið í útboði Ríkiskaupa sem var opnað í desember s.l.

Ræstingar þessa 26.000 fermetra húss, alla daga vikunnar frá morgni til kvölds, er yfirgripsmikið og nokkuð flókið verkefni. Vegna þessa voru það aðeins þrjú fyrirtæki sem treystu sér til að glíma við verkefnið og kom Hreint best út í þeim samanburði.

Vegna þessa verkefnis réðum við til okkar um 15 starfsmenn sem allir munu sinna verkinu í u.þ.b. fullu starfi. Sérstakur stjórnandi staðsettur á spítalanum mun stýra verkinu frá degi til dags. Ræstingin krefst margbreytilegs tækjabúnaðar til að sinna mjög mismunandi ræstingum enda hýsir húsið spítala, gjörgæslu, slysadeild og margt fleira.