Fréttir

Öflugt félagslíf hjá Hreint

Það er skammt stórra högga á milli í félagslífinu hjá Hreint. Um síðustu helgi var árshátíðin 2016 haldin í Félagsheimili Seltjarnarness. Árshátíðin var sérstaklega vel sótt og einróma álit þeirra sem mættu að hún hafi aldrei verið jafnglæsileg.

Hreint ehf.

Hreint ehf.

9. desember 2016

Það er skammt stórra högga á milli í félagslífinu hjá Hreint. Um síðustu helgi var árshátíðin 2016 haldin í Félagsheimili Seltjarnarness. Árshátíðin var sérstaklega vel sótt og einróma álit þeirra sem mættu að hún hafi aldrei verið jafnglæsileg. Nú á laugardag verður svo haldið jólakaffi Hreint.

Fjöldi skemmtikrafta tróð upp á árshátíðinni, þar á meðal hinn geysi vinsæli Frikki Dór sem flutti alla sína bestu slagara. Salurinn tók vel undir, söng og dansaði með. Veislustjóri kvöldsins var stjörnuleikarinn Albert Þór Albertsson en hann heillaði viðstadda upp úr skónum með gamanmálum og söng.  Að því loknu sá DJ Nalli til þess að fólk dansaði inn í nóttina.

Hápunktur kvöldsins var þegar kjöri starfsmanns ársins var lýst. Fimm voru tilnefndir en að lokum var það Beata Jankowska sem bar sigur úr býtum og hlaut þann heiður að bera titilinn starfsmaður ársins en henni var einnig fenginn bikar og 50 þúsund króna gjafabréf. Allir starfsmennirnir sem tilnefndir voru fengu gjafabréf, enda frammistaða þeirra frábær.  Mannauður er mikilvægasti þáttur í rekstri fyrirtækja og því var það okkur sönn ánægja að verðlauna þessa frábæru starfsmenn með þessum hætti. Hér má sjá nokkrar myndir frá herlegheitunum.

Laugardaginn 10. desember höldum við hjá Hreint svo jólakaffi þar sem starfsmenn, fjölskyldur þeirra og samstarfsmenn Hreint koma saman. Heyrst hefur að óvæntur gestur muni líta við. Þeir starfsmenn sem hafa hlotið starfsaldursviðurkenningar fá glaðning við þetta tækifæri og jólagjöfum til starfsmanna verður dreift.

Hreint er frábær vinnustaður og vinnutíminn getur verið sveigjanlegur og hentað mörgum. Við höfum alltaf hug á að bæta í hópinn og hér getur þú haft samband ef þú hefur áhuga.