Cora ball hjá hreint
Fréttir

Nýjar leiðir í hreinlæti

Við hjá Hreint tökum umhverfismál alvarlega og leitum stöðugt nýrra leiða til að minnka fótspor fyrirtækisins og stunda grænni ræstingu.  Eitt lítið skref á þeirri vegferð er notkun Cora Ball í þvottahúsinu okkar.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

17. mars 2022

Í þjónustu okkar við viðskiptavini notum við m.a. örtrefjaklúta sem nýtast vel við öll almenn fyrirtækjaþrif. Þessa klúta þarf að þvo reglulega og í hvert sinn sem það er gert geta örtrefjaagnir sloppið út í umhverfið. Til að stemma stigu við það höfum við síðustu ár notað Cora Ball í þvottahúsinu okkar með góðum árangri.

Cora Ball boltinn grípur örtrefjar í þvottavélinni og dregur þannig úr magni þeirra sem fara í sjóinn með þvottavatninu. Áætlað er að boltinn grípi 33% af örplasti sem losnar við þvott og annars færi í sjóinn. Reynsla okkar af Cora Ball er mjög góð og er hann dæmi um lítil skref sem hægt er að taka til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið við þrif og ræstingar.

Hreint er líka Svansvottað fyrirtæki en Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Strangar kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Við ræstingar og þrif tugþúsunda fermetra húsnæðis viðskiptavina okkar notum við eingöngu efni sem eru með vottun Svansins. Þannig vinnum við ætíð með viðurkennd efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið.

Hafðu samband til að fá ráðgjöf um bætt hreinlæti í nýjum heimi.