Fréttir

Ný þjónusta sem eykur öryggi

Sótthreinsandi afþurrkun sameiginlegra snertiflata er ný þjónusta sem við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum. Það getur haft umtalsverð áhrif á reksturinn að rétt sé staðið að ræstingum og þrifum. Með réttum aðferðum og hreinsiefnum má draga úr sýkingarhættu og auka öryggi starfsfólks.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

25. mars 2020

Nýja þjónustan virkar þannig að sérþjálfaður starfsmaður okkar mætir á verkstað, sápuþvær alla sameiginlega snertifleti, s.s. hurðahúna, handföng, handrið, slökkvara, lyftuhnappa og blöndunartæki og fer svo yfir þá aftur með sótthreinsandi efni. Unnið er eftir sérþróuðu og föstu skipulagi sem tryggir gæði og árangur.

Öllum líður betur í hreinu umhverfi, en auk þess getur það haft bein áhrif á heilsu starfsfólks að vinna á vel ræstum vinnustað, og þar með fækkað veikindadögum. Hvort sem það er á vinnustaðnum eða í skólanum ættu stjórnendur að leggja ríka áherslu á reglulegar ræstingar sem hluta af áherslu á heilbrigði starfsfólks. Ræstingar eru nefnilega heilbrigðismál.

Hafðu samband við Skúla, sölustjóra Hreint, strax í dag í síma 589 500 eða 822 1876 og pantaðu sótthreinsandi afþurrkun fyrir þinn vinnustað. Þú getur líka sent honum tölvupóst á netfangið skuli@hreint.is eða smellt á hnappinn hér að neðan og taktu fram að um sér að ræða tilboð í sótthreinsandi afþurrkun.