Nú bjóðum við upp á nýja þjónustu með sótthreinsun allra sameiginlegra snertiflata á vinnustöðum til að draga úr smithættu. Sérfræðingar Hreint þróuðu, skipulögðu og kenndu völdu starfsfólki fyrirtækisins verklag við sótthreinsun til að ráðast á smitleiðir COVID-19. Þetta er fljótleg og auðveld leið fyrir viðskiptavini til að ná árangri án mikils kostnaðar eða undirbúnings.
Það er lykilatriði í að draga úr smithættu á milli starfsmanna viðskiptavina að þvo og sótthreinsa sameiginlega snertifleti reglulega þegar barist er við kórónuveiruna. Samhliða góðum árangri innifelur þetta líka hugaró þeirra sem sjá og upplifa vel skipulögð og árangursrík þrif á þessum smitleiðum. Tryggðu þér betri og öruggari vinnustað fyrir þig og þitt starfsfólk !
Við sendum sérþjálfaðan starfsmann á vinnustaðinn sem veit hvað hann á að gera. Allir sameiginlegir snertifletir sem gætu verið smitleið milli manna eru sápuþvegnir og síðan sótthreinsaðir á eftir.
Hafðu samband við Skúla sölustjóra Hreint í síma 589-5000/ 822-1876, sendu póst á skuli@hreint.is eða smelltu á takkann hér að neðan en taktu fram að um sé að ræða upplýsingar og verð í sótthreinsun snertiflata fyrir vinnustaðinn þinn.
Ert þú með spurningar eða ábendingu? Ekki hika við að senda okkur hjá Hreint skilaboð. Við þiggjum öll ráð og þitt álit skiptir okkur máli. Þú getur náð í okkur í gegnum síma, tölvupóst eða komið við á einni starfsstöð okkar.
Virka daga: 8:00 – 16:00