fbpx
Fréttir

Nú er tíminn fyrir gólfin

Veturinn hefur verið mildur sem af er en við getum verið nokkuð vissum að hann kemur fyrr en seinna. Reynslan hefur kennt okkur að núna er góður tími til að yfirfara gólfin og gera þau tilbúin fyrir slabbið, saltið og sandinn í vetur.

Hreint ehf.

Hreint ehf.

14. nóvember 2019

Veturinn hefur verið mildur sem af er en við getum verið nokkuð vissum að hann kemur fyrr en seinna. Reynslan hefur kennt okkur að núna er góður tími til að yfirfara gólfin og gera þau tilbúin fyrir slabbið, saltið og sandinn í vetur.

Eitt af því fyrsta sem viðskiptavinir taka eftir þegar þeir koma inn í fyrirtæki er hversu hreinlegt það er. Fyrir þá endurspeglar það áreiðanleika og gæði þjónustunnar sem vænta má frá fyrirtækinu. Gott viðhald gólfefna getur haft veruleg áhrif á viðskipti, vellíðan starfsfólks og verðmæti húsnæðisins í framtíðinni.

Sértækar lausnir fyrir gólfin þín

Það þekkja margir það hvimleiða vandamál að gólfefni geta orðið leiðinleg þrátt fyrir góðar, reglubundnar ræstingar. Slíkt getur helgast af mikilli umgengni, aldri gólfefnanna eða uppsöfnun hreinsiefna. Þegar þannig er ástatt er þörf á sértækari lausnum.

Slíkar lausnir geta til dæmis falist í bónleysingum eða bónun, póleringum eða teppahreinsunum – allt eftir efnum og aðstæðum. Þú getur fengið heimsókn frá sérfræðingi Hreint sem veitir ráðgjöf um hvaða lausnir þú þarft á að halda.

Hreint er Svansvottað fyrirtæki sem kappkostar að nota umhverfisvæn og sérlega vönduð efni til ræstinga og gólfræstingar eru þar ekki undanskildar.