Fréttir

Minnkaðu líkur á kvefi

Nú er haustið komið, fólk er mætt til starfa og börn í skóla. Fyrsta næturfrostið er staðreynd og fréttir berast af yfirvofandi haustlægðum. Það gengur sem sagt allt sinn vanagang. Haustinu fylgja líka kvef og flensa sem fæstir telja æskilega gesti. Ýmsar forvarnir eru í boði og með þeim mikilvægari eru ræstingar.

Hreint ehf.

Hreint ehf.

2. september 2016

Nú er haustið komið, fólk er mætt til starfa og börn í skóla. Fyrsta næturfrostið er staðreynd og fréttir berast af yfirvofandi haustlægðum. Það gengur sem sagt allt sinn vanagang. Haustinu fylgja líka kvef og flensa sem fæstir telja æskilega gesti. Ýmsar forvarnir eru í boði og með þeim mikilvægari eru ræstingar. Það er ekki ofsögum sagt að ræstingar eru heilbrigðismál og það höfum við hjá Hreint lagt ofuráherslu á.

Smit verður ekki aðeins með beinni líkamlegri snertingu eða með því að verða fyrir hnerraúða frá öðrum. Veirurnar leynast líka á yfirborði hluta, til dæmis borðum, lyklaborðum og hurðarhúnum. Pennar, símar og annað þess háttar eru líka sérlegar vinsælir dvalarstaðir sýklanna. Eina leiðin til að losna við slíkar óværur eru góðar ræstingar.

Veikindi starfsmanna eru ekki aðeins slæm fyrir starfsmanninn sjálfan heldur líka fyrir vinnustaðinn. Á stórum vinnustað getur flensa orðið ákaflega erfið ef margir þurfa að vera heima og það á enn frekar við á smærri vinnustöðum þar sem færri eru til að taka við verkunum.

Hreint hefur á að skipa frábæru starfsfólki sem leggur kapp á að uppræta veirurnar af skrifstofunum með vönduðum ræstingum. Í flestum tilvikum fara ræstingar sem við sinnum fram á dagvinnutíma og því ná veirurnar ekki að liggja á yfirborðinu allan daginn – það er forvörn sem skiptir mál.

Hver og einn verður þó að sinna sínu líka – handþvottur er mikilvægur og þegar flensur ganga er skynsamlegt að deila ekki hlutum eins og pennum og lyklaborðum með öðrum.

Hafðu samband við sérfræðinga Hreint og sjáðu hvernig við getum hjálpað þér að halda heilbrigði á vinnustað góðum. Þannig líður öllum betur og allir geta notið alls þess frábæra sem haustið býður upp á.