Fréttir

Minna af örplasti í þvottavatninu

Snemma á árinu tókum við hjá Hreint mikilvægt skref til að minnka magn örtrefja í þvottavatni með því að nota Cora Ball í þvottahúsi okkar. Frá febrúar til loka júní notuðum við Cora Ball í tveimur þvottavélum og á meðfylgjandi mynd má sjá allt það magn örplasts og hára sem boltarnir gleyptu og annars hefði farið í sjóinn.

Hreint ehf.

Hreint ehf.

18. október 2018

Snemma á árinu tókum við hjá Hreint mikilvægt skref til að minnka magn örtrefja í þvottavatni með því að nota Cora Ball í þvottahúsi okkar. Frá febrúar til loka júní notuðum við Cora Ball í tveimur þvottavélum og á meðfylgjandi mynd má sjá allt það magn örplasts og hára sem boltarnir gleyptu og annars hefði farið í sjóinn. Ákvörðun hefur verið tekin að nota boltana áfram en áætlað er að þeir grípi 33% af örplasti sem losnar við þvott og annars færi í sjóinn.

Hjá Hreint er þvegið gífurlegt magn af örtrefjatuskum og í hvert sinn sem þær eru þvegnar geta litlar agnir sloppið út í umhverfið. Samkvæmt Veitum var örplast mælanlegt í vatnssýnum sem safnað var í vatnsveitum Veitna í Reykjavík fyrr á árinu. Niðurstöður sýndu að 0,2-0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns sem safnað var. Þetta jafngildir um 1-2 slíkum ögnum í hverjum 5 lítrum vatns.

Hreint tekur umhverfismál alvarlega. Við erum Svansvottuð og viljum gera eins mikið og við getum til að minnka fótspor okkar. Þess vegna tókum við Cora Ball í notkun í þvottahúsi okkar. Um er að ræða frábæra nýjung sem fækkar örplastögnum verulega. Þetta er lítið skref sem þó hefur gífurlega mikil jákvæð áhrif og við erum stolt af því að hafa tekið eitt skrefið enn í að minnka fótspor okkar.

Boltinn grípur örtrefjar í þvottavélinni og því fara slíkar agnir ekki út með þvottavatninu og þaðan í sjóinn og umhverfið. Þú getur fræðst meira um Cora Ball hér.