Eggert, Sigrún og Ari
Fréttir

Hreint styrkir Einhverfusamtökin

Hreint heldur árlega golfmót fyrir viðskiptavini sína, birgja og velunnara. Sú hefð hefur skapast að aðalverðlaun mótsins er styrkur til góðgerðarmálefnis sem sigurvegari mótsins velur og nemur fjárhæðin 150.000 krónum.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

27. september 2023

Mótið í ár fór fram á hinum stórgóða og skemmtilega Urriðavelli og var það vel sótt að venju. Keppnin var skemmtileg og spennandi frá upphafi til enda en að lokum stóð Eggert Kristófersson uppi sem sigurvegari. Eggert valdi að styrktarféð rynni til Einhverfusamtakanna en þau vinna m.a. að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Samtökin leggja einnig áherslu á sýnileika með það að markmiði að geta orðið að liði þar sem þörfin á stuðningi og aðstoð er fyrir hendi.

Hluti af samfélagsábyrgð Hreint

Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint, segir að fyrirtækið vilji láta gott af sér leiða með þessum hætti enda taki það samfélagábyrgð sína alvarlega. Hann segir að þetta sé áttunda árið í röð sem verðlaun mótsins renni til góðgerðarmála og sé það alltaf jafnánægjulegt að styrkja góð málefni.

Sigrún Birgisdóttir tók nýverið á móti Ara og Eggerti og veitti styrknum frá Hreint viðtöku. Þakkaði hann/hún kærlega fyrir hlýjan hug til Einhverfusamtakanna og sagði að styrkurinn myndi nýtast vel.

Á myndinni eru Eggert Kristófersson, Sigrún Birgisdóttir og Ari Þórðarson.