Fréttir

Hreint styður Bleiku slaufuna

Starfsfólk á skrifstofu og svæðisstjórar hjá Hreint fengu í byrjun mánaðarins Bleiku slaufuna að gjöf. Tilefnið er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands í október í baráttu gegn krabbameini hjá konum. Við hjá Hreint fögnum þessu frábæra átaki og viljum um leið vekja athygli á því að Bleiki mánuðurinn er kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða.

Hreint ehf.

Hreint ehf.

3. október 2018

Starfsfólk á skrifstofu og svæðisstjórar hjá Hreint fengu í byrjun mánaðarins Bleiku slaufuna að gjöf. Tilefnið er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands í október í baráttu gegn krabbameini hjá konum. Við hjá Hreint fögnum þessu frábæra átaki og viljum um leið vekja athygli á því að Bleiki mánuðurinn er kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða.

Krabbameinsfélagið hefur undanfarin 11 ár tileinkað októbermánuði baráttu gegn krabbameini hjá konum og er stuðningur almennings og fyrirtækja grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað.

Styðjum gott framtak.

 

Á myndinni má sjá Ara Þórðarson, framkvæmdastjóra Hreint, með bleiku slaufuna í ár.