Fréttir

Hreint fær endurvottun Svansins

Nýverið lauk Hreint við endurvottun Svansins. Í tilefni af því afhenti Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar þeim Guðbjörgu Erlendsdóttir þjónustustjóra og Ara Þórðarsyni framkvæmdastjóra endurnýjað Svansleyfi til 2021 á skrifstofu Hreint í dag.

Hreint ehf.

Hreint ehf.

20. mars 2018

Nýverið lauk Hreint við endurvottun Svansins.

Í tilefni af því afhenti Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar þeim Guðbjörgu Erlendsdóttir þjónustustjóra og Ara Þórðarsyni framkvæmdastjóra endurnýjað Svansleyfi til 2021 á skrifstofu Hreint í dag. Það eru rúm 8 ára síðan Hreint fékk fyrst vottun Svansins en viðmið Svansins eru endurskoðuð reglulega þar sem auknar kröfur eru settar inn og lagfæringar gerðar á eldri. Það er því mikill heiður og ánægja að standast þær og geta haldið áfram að starfa undir vottun Svansins. Svanurinn er norrænt gæða- og umhverfismerki en hér má nálgast nánari upplýsingar um Svaninn.