Fréttir

Hreint er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023  

Sjö ár í röð hefur Hreint hlotið viðurkenninguna um Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

 

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

17. október 2023

Hreint er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2023

Hreint er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2023 samkvæmt skilgreiningu Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Við erum sérlega stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu, sjöunda árið í röð, en hún staðfestir fyrirmyndarrekstur Hreint og góða vinnu starfsfólks.

Til að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þarf að uppfylla ýmis ströng skilyrði, s.s. að afkoman sé jákvæð, eiginfjárhlutfall sé umfram 20% og að ársreikningi sé skilað á réttum tíma. Aðeins 3% fyrirtækja á Íslandi eru Fyrirmyndarfyrirtæki samkvæmt skilyrðunum.

Hreint er einnig Framúrskarandi fyrirtæki 2023 samkvæmt skilgreiningu Creditinfo, níunda árið í röð en að jafnaði hljóta aðeins um 2% fyrirtækja á Íslandi viðurkenninguna.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar og komdu í viðskipti við framúrskarandi fyrirmyndarfyrirtæki.