fbpx
Fréttir

Hreint er Framúrskarandi fyrirtæki 2019

Fimmta árið í röð er Hreint á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Við eru afar stolt af viðurkenningunni sem aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi hljóta. Hún er staðfesting á góðum árangri okkar og frábæru starfi starfsfólks.

Hreint ehf.

Hreint ehf.

24. október 2019

Fimmta árið í röð er Hreint á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Við eru afar stolt af viðurkenningunni sem aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi hljóta. Hún er staðfesting á góðum árangri okkar og frábæru starfi starfsfólks.

Þetta er tíunda árið í röð sem Creditinfo tekur saman lista yfir framúrskarandi fyrirtæki en hann er byggður á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækja árið 2018. Á listanum eru 874 fyrirtæki sem þurfa að uppfylla fjölmörg skilyrði til að fá að bera þennan eftirsótta titil.

Stöðugleiki og traustar stoðir

Fyrirtækin sem komast á lista Creditinfo sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig verðmæti og störf. Þau standa á traustum stoðum og eru því jafnframt ekki líkleg til að valda samfélaginu kostnaði. Til að komast á listann þarf að uppfylla ýmis skilyrði, m.a. að hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, líkur á alvarlegum vanskilum séu undir 0,5% og að rekstrarhagnaður hafi verið jákvæður þrjú ár í röð. Þá þarf eiginfjárhlutfallið að hafa verið 20% eða meira og eignir 90 milljónir eða meira að meðaltali þrjú rekstrarár í röð.

Vertu í viðskiptum við framúrskarandi fyrirtæki

Það er sérlega ánægjulegt að Hreint uppfylli öll skilyrðin og sé á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2019. Það er okkar markmið að gera betur á allan hátt, hvort sem það er í þjónustu og samskiptum við okkar viðskiptavini, samskiptum við okkar frábæra starfsfólk, eða með hagkvæmum rekstri fyrirtækisins. Við erum staðráðin í að halda áfram á sömu braut.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar ef þú vilt vera í samskiptum og viðskiptum við framúrskarandi fyrirtæki.