fbpx
Jólakaffi Hreint 2019
Fréttir

Góð stemning á jólakaffi Hreint

Hreint ehf.

Hreint ehf.

18. desember 2019

Starfsmenn Hreint og fjölskyldur þeirra fjölmenntu í árlegt jólakaffi Hreint sem haldið var nýverið. Boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð og sérstakur gestur var Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi.

Jólasveinninn kom auðvitað í heimsókn, söng og dansaði í kringum jólatréð með börnunum og gaf þeim gjafir. Líkt og venja er á jólakaffi Hreint voru starfsaldursviðurkenningar veittar og jólagjafir til starfsfólks afhentar.

Við hjá Hreint vonum að allir starfsmenn hafi átt góðar stundir og farið heim með ljúfar minningar úr jólakaffinu.

Sjáðu myndir frá jólakaffi Hreint 2019.