Fréttir

Frábær afsláttur af Lucart pappír

Hreint ehf.

Hreint ehf.

13. maí 2016

Viðskiptavinum Hreint býðst nú glæsilegt tilboð á Lucart salernispappír og miðaþurrkum. Í maímánuði bjóðum við 20% afslátt af þessum frábæru og umhverfisvænu vörum. Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar um tilboðið.

Lucart Natural eru úrvals pappírsvörur sem unnar eru úr endurunnum drykkjarfernum í samstarfi við Tetra Pak, sem meðal annars framleiðir íslensku mjólkurfernurnar. Tetra Pak útvegar fernurnar en sérstök tækni Lucart fjarlægir álhúðina innan úr fernunum og önnur óæskileg efni og vinnur svo pappatrefjarnar áfram.

Umhverfisáhrif salernispappírs eru gífurleg. Til þess að framleiða salernispappír eru felld 27.000 tré á hverjum einasta degi. Eitt tré framleiðir aðeins 45 kíló af pappír en áætlað er að um 83 milljónir salernisrúlla séu framleiddar daglega í heiminum. Ekki liggur fyrir rannsókn um hve mikið af salernispappír Íslendingar nota en talið er að hver Bandaríkjamaður noti að jafnaði nærri 24 rúllur á ári. Ekki er óvarlegt að áætla að notkunin sé svipuð hér.

Það er því ljóst að með einföldum aðgerðum eins og að skipta yfir í endurunninn pappír tökum við stór skref í umhverfisvernd. Hreint auðveldar þér að skipta yfir í endurunninn og umhverfisvænni pappír með því að bjóða 20% afslátt af Lucart salernispappír og miðaþurrkum í maí. Ekki missa af þessu góða tilboði. Hafðu samband við okkur og samviskan verður hreinni.