Fréttir

Fólkið hefur talað – svona á klósettrúllan að snúa!

Við hjá Hreint framkvæmdum óvísindalega könnun á facebooksíðu okkar um hvernig klósettrúllan á að snúa á klósettrúlluhaldaranum.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

3. febrúar 2023

Niðurstaðan er afgerandi og má segja að það sé engum blöðum um það að fletta hvað þjóðinni finnst.

Yfir 95% þeirra sem greiddu atkvæði vilja að rúllan snúi fram, þ.e. að fremsta blaðið snúi frá veggnum. Valmöguleiki A. Þá vitum við það.

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni og við hlökkum til að bregða aftur á leik með ykkur síðar.