Fréttir

Fjör á fjölskyldudegi Hreint

Árlegur fjölskyldudagur Hreint var haldinn í FlyOver Iceland á dögunum. Starfsfólk og fjölskyldur þeirra, um 140 manns, prófuðu að hanga í festingum fyrir framan 22 metra hnattlaga sýningartjald með fætur í lausu lofti og fóru í æsispennandi ferðalag um helstu náttúruperlur Íslands.

Hreint ehf.

Hreint ehf.

15. nóvember 2019

Árlegur fjölskyldudagur Hreint var haldinn í FlyOver Iceland á dögunum. Starfsfólk og fjölskyldur þeirra, um 140 manns, prófuðu að hanga í festingum fyrir framan 22 metra hnattlaga sýningartjald með fætur í lausu lofti og fóru í æsispennandi ferðalag um helstu náttúruperlur Íslands.

Sérstakar tækibrellur gerðu upplifunina enn raunverulegri, þar á meðal vindur þoka og lykt, ásamt hreyfingum búnaðarins. Upplifunin var ógleymanleg og skemmtu allir sér frábærlega. Fyrir og eftir flugið var boðið upp á léttar veitingar.

Markmiðið með fjölskyldudeginum er fyrst og fremst að fá starfsfólk og fjölskyldur þeirra til að koma saman og hafa gaman. Það tókst svo sannarlega í FlyOver Iceland.