Fréttir

Dauðhreinsun – sótthreinsun fyrir kröfuharða

Dauðhreinsun er heiti á nýrri þjónustu sem við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum til að mæta COVID-19 ástandinu. Um er að ræða yfirborðssótthreinsun sem drepur og fjarlægir allar örverur á flötum í rýmum sem hreinsuð eru.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

17. apríl 2020

Dauðhreinsun er heiti á nýrri þjónustu sem við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum til að mæta COVID-19 ástandinu. Um er að ræða yfirborðssótthreinsun sem drepur og fjarlægir allar örverur á flötum í rýmum sem hreinsuð eru. Hún hentar kröfuhörðum vinnustöðum þar sem þörf er á mikilli hreinsun, er einföld í framkvæmd og á hagkvæmu verði.

Aðferðin sem notuð er við dauðhreinsun er mjög skilvirk, sérstaklega í rýmum sem taka þarf fljótt í notkun eftir að bakteríu- eða vírussmit hafa greinst, eða grunur er um slíkt. Tæki eru sett inn í rýmin og dreifa þau efni sem mynda mistur sem smýgur um. Mistrið snertir alla fleti, líka þá sem mannshöndin myndi aldrei ná til, og dauðhreinsar þá.

Aðgerðin kemur frá kanadíska framleiðandanum Nocosprey og reynslan hefur sýnt að bakteríur og vírusar hverfa á hörðum flötum í 99,9999% tilvika.

Kannaðu málið strax í dag og hafðu samband við Skúla, sölustjóra Hreint, í síma 589 5000 / 822 1876 eða sendu honum tölvupóst í skuli@hreint.is.