fbpx
Fréttir

Bylting í sóttvörnum á sameiginlegum snertiflötum

Hreint hefur sett á markað byltingarkennda sóttvörn frá bandaríska fyrirtækinu NanoTouch. NanoSeptic vörurnar eru tímamóta lausn sem draga úr smithættu, bæta hreinlæti og auka öryggi starfsfólks og viðskiptavina fyrirtækja.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

26. nóvember 2020

Hreint hefur sett á markað byltingarkennda sóttvörn frá bandaríska fyrirtækinu NanoTouch. Nanoseptic Self-cleaning vörurnar er tímamóta lausn sem draga á úr smithættu, bæta hreinlæti og auka öryggi starfsfólks og viðskiptavina fyrirtækja.

Sjálfhreinsandi snertifletir og sýnileg sóttvörn

Á undanförnum mánuðum hafa sameiginlegir snertifletir verið mikið til umræðu vegna smithættu sem þeir geta valdið og fram hafa komið auknar kröfur frá starfsfólki og viðskiptavinum fyrirtækja um aukið hreinlæti til að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma. Nýju Nanoseptic Self-cleaning vörurnar frá Hreint gera snertifleti með mikla umferð að öruggari snertiflötum og það sem er ekki síður mikilvægt, að sýnilegri sóttvörn sem skapar öryggi og hugarró starfsmanna og viðskiptavina. Bættu NanoSeptic sjálfhreinsandi snertiflötunum við þínar sóttvarnaraðgerðir.

Nánari upplýsingar veitir Atli Örn Jónsson hjá Hreint ehf. í síma 822 1873 eða í tölvupósti.