Fréttir

Almenningshjól og rafhlaupahjól iðandi af bakteríum

Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að handföng á almenningshjólum og rafhlaupahjólum, sem hægt er að leigja í borgum og bæjum, hýsa fjöldann allan af bakteríum. Samkvæmt rannsókninni er bakteríuflóran á leiguhjólum 700-800 sinnum meiri en á hjólum og rafhlaupahjólum í einkaeigu fólks og um 12 þúsund meiri en á klósettsetum.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

12. maí 2023

Þá hefur komið í ljós að hjólin eru sárasjaldan þrifin af leigusölum. Með því að þrífa og þurrka reglulega af handföngum hjólanna með sótthreinsandi efni er hægt að lækka hlutfall baktería verulega.

Á sumrin fjölgar alls konar fararskjótum á götum og gangstéttum borgarinnar. Öll höfum við séð fjölbreyttar tegundir af rafskutlum sem hægt er að leigja til að komast á milli staða og njóta mikilla vinsælda. Í fæstum tilfellum leiðum við hugann að því hversu margar hendur snerta handföng hjólanna og að þau geti verið iðandi af bakteríum. Rafskutlur geta því auðveldlega dreift bakteríum milli fólks enda fara þau víða og notendur þeirra geta svo borið þær inn á heimili sitt eða vinnustaði.

Reglulegur handþvottur er ein besta vörn gegn bakteríum og veirum og sótthreinsun á snertiflötum er fljótleg og örugg leið til að ná árangri í að draga úr smithættu milli fólks án mikils kostnaðar eða undirbúnings. Á vinnustöðum er best að sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum sé gerð reglulega af ræstingafyrirtæki en ef þið kjósið að framkvæma hana sjálf eru hér nokkur ráð til að létta ykkur verkið.

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að tæplega 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.