Fréttir

Aðgerðir á erfiðum tímum

Þjónusta okkar við viðskiptavini skiptir okkur öllu máli. Á þeim fordæmalausu tímum sem nú er í samfélaginu gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi fullri þjónustu.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

15. mars 2020

Þjónusta okkar við viðskiptavini skiptir okkur öllu máli. Á þeim fordæmalausu tímum sem nú er í samfélaginu gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi fullri þjónustu. Í því skyni höfum við gert öryggisráðstafanir á skrifstofu okkar og fjölgað starfsfólki til að sinna afleysingum ef óvænt forföll verða í starfsliðnu vegna kórónufaraldursins. Þá höfum við sett á fót tvær nýjar þjónustuleiðir í baráttunni við veiruna: sótthreinsandi afþurrkun og dauðhreinsun.

Sótthreinsandi afþurrkun er sótthreinsun sameiginlegra snertiflata. Í baráttunni við vírusinn er lykilatriði að þvo og sótthreinsa sameiginlega snertifleti en það dregur úr smithættu milli starfsfólks. Kynntu þér sótthreinsandi afþurrkun nánar hér.

Dauðhreinsunin gefur enn nákvæmari og áhrifaríkari árangur og hentar kröfuhörðum vinnustöðum þar sem þörf er á mjög mikilli hreinsun. Kynntu þér dauðhreinsun nánar hér.

Persónulegt hreinlæti mikilvægast
Við þreytumst seint á að minna á mikilvægi persónulegs hreinlætis. Þar er reglulegur og vandaður handþvottur áhrifamestur í baráttunni við faraldurinn, ásamt því að gæta fjarlægðar í samskiptum við annað fólk. Við minnum jafnframt á mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum yfirvalda.

Hafðu samband við okkur strax í dag og komdu þínum ræstingamálum í gott horf.