Content

 

Sækja um starf

Að sækja um starf hjá Hreint ehf!

Hreint ehf. velur starfsfólk sitt af kostgæfni enda verður vel til þess að vanda sem lengi á að standa. Þar sem við erum inni á gafli hjá viðskiptavinum okkar, gerum við okkur ljóst að slík samskipti eru persónulegri en gengur og gerist. Þess vegna veljum við starfsfólk okkar af mikilli vandvirkni.

Ráðningarsamningar ræstingafólks eru m.a. byggðir á ítarlegri umsókn, rafrænu persónuleikaprófi, hreinu sakavottorði og nákvæmum viðtölum. Afar fá íslensk fyrirtæki stunda jafn nákvæm vinnubrögð á þessu sviði og við.

Við gerum kröfur til væntanlegra starfsmanna okkar þannig að þeir séu góðir í samskiptum, samviskusamir, þjónustuliprir, sveigjanlegir og glaðlegir. Við leitum eftir samstarfi við jákvætt fólk sem er 25 ára og eldra, hefur einhverja reynslu af ræstingum, sækist eftir starfi til framtíðar og vill taka þátt í uppbyggingu Hreint á grunni norræna gæða- og umhverfismerkisins Svansins.

Jafnframt greiðum við oftast afkastahvetjandi laun þannig að samviskusamir og duglegir starfsmenn njóta betri kjara hjá Hreint. Vinnutíminn er sveigjanlegur og við reynum að laga hann að þörfum hvers og eins. Starfsmenn okkar klæðast snyrtilegum fatnaði, fá kennslu við hæfi í Hreint-skólanum, nýjustu áhöld og tæki, jákvæða hvatningu og eru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi störf.

Við ráðningu ganga starfsmenn í starfsmannafélag Hreint en því fylgja eftirsóknarverð hlunnindi s.s. árshátíðir, óvissuferðir, grillferðir og skemmtanir.

Ef þú hefur áhuga á starfi hjá Hreint ehf., hafðu þá samband: 

Sími: 589-5000
Netfang: hreint@hreint.is
Nánari upplýsingar gefur Sylvía(sylvia@hreint.is) á dagvinnutíma virka daga.

Einnig er hægt að sækja um hér á vefnum, smelltu hér til að fara á umsóknarform.

Nordic Eco Label

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja