Content

 

Húsráð: Jólahreingerningin

Merki Húsráðs

Það styttist í aðventuna og allt það skemmtilega sem fylgir henni. Eitt af því sem flestir vilja framkvæma er jólahreingerning. En það er alger óþarfi að sinna henni allri á einu bretti. Hægt er að taka hreingerninguna í skömmtum. Hér höfum við tekið saman vísi að gátlista um hvað gott er að gera í hverju rými heimilisins. Skoðaðu listann og sjáðu hvort hann getur nýst þér.

 Áður en farið er af stað er um að gera að skoða þennan pistil, en hér höfum við tekið saman hvernig hægt er að búa til öflug og umhverfisvæn hreinsiefni.

 Forstofa og gangur

Yfirfara innihald skápsins
Jólahreingerningin til tilvalið tækifæri til þess að fara í gegnum skápinn í forstofunni. Ganga frá sumaryfirhöfnunum, ef það hefur ekki verið gert, og athuga hvort allir vettlingar og hanskar séu ekki örugglega í pörum og húfur heilar. Þurrka vel innan úr skápnum og skúffum. Þurrka vel framan af skápnum og passa sérstaklega vel upp á höldur og húna.

Ef það er spegill á skápnum er tilvalið að nýta ediksblöndu til að þrífa hann.

Þvo glugga
Notið ediksblöndu til að þrífa gluggann að innan en tilvalið er að nota sápuvatn, vatn og uppþvottalög, til að þrífa gluggann að utan.

Þurrka af
Þurrkið af öllum hillum og þvíumlíku.

Skúra
Ryksugið og skúrið forstofuna og ganginn

Eldhús

Þvo glugga
Notið ediksblöndu til að þrífa gluggann að innan. Tilvalið er að nota sápuvatn, vatn og uppþvottalög, til að þrífa gluggann að utan, það er að segja ef það er hægt.

Skápar og skúffur í eldhúsinnréttingu
Tilvalið er að nota ediksblöndu til að þrífa skápa bæði að utan og innan. Athugið að þrífa vel höldur og húna

Ofan á innréttingu
Ef skápar ná ekki alla leið upp í loft vill safnast ofan á þeim mikið af fitu og ryki. Þetta getur verið erfitt að þrífa. Best er að nota sterka blöndu af vatni og uppþvottalegi og grófa tusku. Vel getur verið að þurfi að fara meira en eina umferð til að ná öllu vel hreinu. Síðan er best að þurrka vel af með hreinni tusku því hreinsiefni geta dregið í sig fitu og óhreinindi. Tilvalið er að nýta dagblöð til að setja ofan á innréttinguna. Þá fellur fitan og rykið á þau og aðeins þarf að skipta um dagblöðin og strjúka létt yfir.

Ísskápur og frystir
Til eru margar og ólíkar hreingerningavörur til að þrífa kæliskápa. Sumar þeirra innihalda alkóhól. Slíkar vörur geta gagnast mjög vel þegar frystir er þrifinn því þær flýta bráðnun. Inni í kælinn er best að nota ediksblönduna góðu. Ef lykt er í ísskáp er gott að setja blöndu af edik og matarsóda inn í ísskápinn eða sítrónu og láta standa, jafnvel yfir nótt.

Þurrka af
Þurrkið af öllum hillum og þvíumlíku.

Skúra
Ryksugið og skúrið eldhúsið.

Stofa

Þvo glugga
Notið ediksblöndu til að þrífa gluggann að innan. Tilvalið er að nota sápuvatn, vatn og uppþvottalög, til að þrífa gluggann að utan, það er að segja ef það er hægt.

Þurrka af
Þurrkið af öllum hillum og þvíumlíku. Tilvalið er að nota ediksblöndu til að þrífa slíkt mjög vel. Ef hillusamstæður, skenkir eða þess háttar eru í stofu er um að gera að nýta tækifærið og fara yfir það sem í þessum húsgögnum er. Má kannski grynnka á dótinu í því, henda pappírum sem ekki er lengur þörf á að eða gefa muni sem ekki eru lengur í notkun? Notið ediksblönduna til að þrífa skúffur og skápa að innan.

Hreinsið gluggatjöld
Þrífið gluggatjöld, ef hægt er að setja þau í þvottavél er tilvalið að gera slíkt en einnig er hægt að fara með gluggatjöld í hreinsun. Af strimla- og rimlagardínum þarf að þurrka rykið. Hrein gluggatjöld bæta loftgæði í íbúðinni því mikið ryk vill safnast í þau.

Skúra
Ryksugið og skúrið stofuna. Ryksugið mottur sérstaklega vel og ef aðstæður leyfa er gott að viðra þær úti.

Svefnherbergi

Þvo glugga
Notið ediksblöndu til að þrífa gluggann að innan. Tilvalið er að nota sápuvatn, vatn og uppþvottalög, til að þrífa gluggann að utan, það er að segja ef það er hægt.

Þurrka af
Þurrkið af öllum hillum, náttborðum, kommóðum og þvíumlíku. Tilvalið er að nota ediksblöndu til að þrífa slíkt mjög vel. Það er um að gera að nýta tækifærið og fara yfir það sem í þessum hirslum er. Í flestum skápum leynast föt og álnavara sem ekki er lengur í notkun. Látið góðgerðasamtök endilega njóta góðs af tiltektinni. Notið ediksblönduna til að þrífa skúffur og skápa.

Hreinsið gluggatjöld
Þrífið gluggatjöld, ef hægt er að setja þau í þvottavél er tilvalið að gera slíkt en einnig er hægt að fara með gluggatjöld í hreinsun. Af strimla- og rimlagardínum þarf að þurrka rykið. Hrein gluggatjöld bæta loftgæði í íbúðinni því mikið ryk vill safnast í þau.

Skúra
Ryksugið og skúrið herbergið. Ryksugið mottur sérstaklega vel og ef aðstæður leyfa er gott að viðra þær úti.

Baðherbergi
Við höfum áður birt leiðbeiningar um hvernig gott er að þrífa baðherbergi. Þú finnur þær hér en það er gott að styðja sig við þær þegar farið er eftir gátlistanum.

Þrífa salernisskál
Setjið klór í salernisskálina og látið standa á meðan farið er í önnur þrif. Það leysir upp öll uppsöfnuð óhreinindi og hvíttar glerjunginn. Þrífið svo eins og vanalega

Þvo glugga
Notið ediksblöndu til að þrífa gluggann að innan. Tilvalið er að nota sápuvatn, vatn og uppþvottalög, til að þrífa gluggann að utan, það er að segja ef það er hægt.

Þrífa skápa
Þrífið skápa hátt og lágt að utan og innan með ediksblöndunni. Eins og annars staðar þar sem skápar hafa verið þrifnir er um að gera að fara í gegnum innihald skápanna. Það er ekki ólíklegt að skápum og skúffum leynist mikið af útrunnum hreinlætis- og snyrtivörum. Nýtið tækifærið til að losa ykkur við slíkt og fáið um leið mun meira skápapláss.

Þrífa í kringum heimilistæki
Ef þvottavél og þurrkari eru vistuð inni á baðherbergi er um að gera að draga þessi tæki fram og ryksuga vel í kring um þau. Mikið ryk vill safnast í kringum tækin sem getur líka skapað eldhættu.

Þrífa þvottavélina
Hreinsið sápuhólfið og sigtið í þvottavélinni. Notið Rodalon sprey til að þrífa vélina að innan og passið að þrífa þéttihringinn – inni í honum getur safnast sápuleðja og ló en í því getur mygla þrifist.

Þrífa baðkar, sturtuklefa og vaska
Notið góð hreinsikrem til að þrífa þessa staði mjög vel.

Við hjá Hreint vonum að þrifin gangi vel. Munið að ekki þarf að gera allt í einu og gott getur verið að taka þessi stóru þrif á nokkrum dögum. Svo er um að gera að virkja alla fjölskylduna í verkefnið.

Til baka

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja