Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svansmerkt ræstingaþjónusta þýðir að starfsemin og þrifin eru byggð á ströngum kröfum og markmiðum sem vottun Svansins byggir á.
Ef þú velur Svansvottaða græna ræstingaþjónustu getur fyrirtækið þitt dregið úr umhverfisáhrifum starfseminnar þar sem efnanotkun er stillt í hóf, umhverfisvottuð efni eru notuð til að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið og úrgangur er flokkaður. Þú getur jafnframt fengið upplýsingar um efnanotkun við þrif svo fyrirtækið getir staðið skil á því yfir í græna bókhaldið sitt.
Við höfum boðið upp á Svansvottaða ræstingaþjónustu frá árinu 2010 en með henni stuðlum við að jákvæðu, heilsusamlegu og vistvænu vinnuumhverfi fyrir starfsfólk og viðskiptavini fyrirtækja. Þú getur einnig verið vissum að við erum sífellt að leita nýrra leiða til að gera betur gagnvart umhverfinu. Veldu græna ræstingu fyrir umhverfið og heilsuna.