Markmið og verkferillGæta að jafnrétti
Til að ná fram áætluninni mun Hreint gera eftirfarandi:
- Gæta jafnréttis við ráðningar.
- Gæta að jöfnu hlutfalli kvenna og karla í starfshópum innan félagsins.
- Gæta að starfskjör séu þau sömu milli kvenna og karla.
- Gæta þess að konum og körlum standi jafnt til boða þjálfun og starfsmenntun innan félagsins.
- Gera skal starfsmönnum kleift að samræma vinnu og fjölskyldulíf.
- Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti er ekki liðið.


Skýr markmiðJöfn tækifæri
Markmið jafnréttisáætlunarinnar er að jafna stöðu og rétt kvenna og karla hjá Hreint þar sem allir einstaklingar hafi jöfn tækifæri á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni samkvæmt lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þetta gerum við með því að stuðla að launajafnrétti, jöfnu aðgengi að störfum, þjálfun og menntun, samræmingu vinnu og fjölskyldulífs og fylgja eftir reglum og viðeigandi viðbragðsáætlun sem sett hefur verið vegna kynbundins ofbeldis, kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og eineltis.
Jafnréttisáætlunin tók gildi 8. október 2019 og verður endurskoðuð 14. maí 2020.
Launajafnrétti
Við ákvörðun launa og annarra starfskjara skal gæta fyllsta jafnréttis. Greiða skal jöfn laun og þau viðmið sem lögð eru til grundvallar ákvarðana um laun eiga ekki að fela í sér kynjamismun.
Markmið | Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
Konum og körlum skulu greidd sömu laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. | Ef fram kemur mismunur sem ekki er hægt að skýra með öðru en kynferði, skal munurinn leiðréttur. Árlega skal greina laun og fríðindi starfsfólks. | Framkvæmdastjóri og jafnréttisnefnd. | Lokið í maí ár hvert. |
Leitast skal við að hafa jafnt hlutfall kynja í stjórnendastöðum. | Losni stjórnendastarf skal við ráðningu þess gæta að jafnri stöðu kynja. | Framkvæmdastjóri og starfsmannastjóri. | Alltaf þegar stjórnendastarf losnar. |
Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun
Við ráðningu nýs starfsfólks skal gæta þess að umsóknir séu opnar jafnt konum og körlum. Endurmenntun, símenntun og starfsþjálfun skal standa báðum kynjum jafnt til boða. Gæta skal jafnréttis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsfólks í starfshópum og nefndum.
Markmið | Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
Öll starfsþjálfun, sí- og endurmenntun skal vera aðgengileg báðum kynjum. | Greina skal árlega sókn kvenna og karla í sambærilegum störfum í endurmenntun og starfsþjálfun með það að leiðarljósi að hvetja til og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað. | Framkvæmdastjóri og starfsmannastjóri | Maí ár hvert |
Laus störf hjá Hreint skulu standa opin jafnt konum og körlum | Taka saman kynjahlutföll í öllum starfshópum. Ef um ójafnt hlutfall er að ræða skal sérstaklega tekið tillit til þess við ráðningar. | Framkvæmdastjóri og starfsmannastjóri | Lokið í maí ár hvert. |
Starfshópar og nefndir skulu vera mannaðar báðum kynjum. | Greina skal árlega samsetningu starfshópa og nefnda með tilliti til hlutfalls kynja. Ef um ójafna samsetningu er að ræða skal bæta úr því. | Framkvæmdaráð | Endurskoða við skipan nýs hóps eða nefndar eftir verkefnum. |
Samræming vinnu og fjölskyldulífs
Gera skal nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Þessar ráðstafanir skulu miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma. Taka skal tillit bæði til fjölskylduaðstæðna starfsfólks og þarfa félagsins.
Markmið | Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
Við úthlutun verkefna er ávallt horft á aðstæður svo samhæfa megi fjölskyldulíf og starf. | Upplýsa starfsmann um mögulega breytingar eða tilfærslur. | Framkvæmdastjóri, rekstrarstjóri, viðskiptastjóri, ræstingastjóri, starfsmannastjóri og sölustjóri. | Upplýsingar þurfa að liggja fyrir við ráðningu og einnig tímanlega ef um breytingar er að ræða á verkefnum eða verkferlum. |
Vaktkerfi þarf að vera fyrirsjáanlegt svo hægt sé að samhæfa fjölskyldulíf og starf. | Starfsfólk fær upplýsingar frá ábyrgðarmanni kvöld- og helgarafleysinga. | Ábyrgðarmaður kvöld- og helgarafleysinga. | Vaktaplan skal ávallt liggja fyrir 5 vikur fram í tímann |
Að starfsfólk sé upplýst um þann rétt sem það á til foreldra- og fæðingarorlofs og leyfis vegna veikinda barna. | Við ráðningu er starfsfólki bent á að upplýsingar um sinn rétt megi finna á vefum síns stéttarfélags. | Framkvæmdastjóri, rekstrarstjóri, viðskiptastjóri, ræstingastjóri, starfsmannastjóri og sölustjóri. | Við ráðningu. |
Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni
Einelti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg og/eða kynbundin áreitni er ekki liðin og brugðist verður við með skýrum hætti komi það upp á vinnustaðnum.
Markmið | Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
Að starfsfólk þurfi ekki að upplifa einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. | Við ráðningu er starfsfólki bent á að á vef félagsins megi finna forvarnir og viðbragðsáætlun gegn einelti og áreitni. | Öryggisnefnd | Upplýsingar þurfa að liggja fyrir við ráðningu. |
Hafðu samband
Vilt þú vita meira? Ekki hika við að hafa samband við okkur. Við svörum eins hratt og auðið er!