Starfsfólk
Hjá Hreint starfar myndarlegur hópur fagfólks í ræstingum. Stór hluti þess hefur starfað hjá félaginu um langa hríð eða allt frá stofnun og því búum við að gríðarlega mikilli reynslu. Starfsfólk fær markvissa þjálfun í þjónustu og samskiptum við viðskiptavini auk verklegrar kennslu í ræstingum.
Áherslur í starfsmannamálum
Ráðningar
Við ráðum hæft og metnaðarfullt starfsfólk út frá hlutlausum og faglegum forsendum. Hjá Hreint er í gildi jafnréttisáætlun sem tekið er mið af við ráðningar.
Menntun
Hreint skólinn veitir nýráðnu starfsfólki rafræna fræðslu um félagið og verklag við ræstingar. Einnig fær það afhentan starfsmannabækling sem til er á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Í kjölfarið fer fram nýliðafræðsla í samræmi við það hlutverk sem starfsmanni er ætlað. Leitast er eftir að starfsfólk nái strax tökum á starfinu og þekki sínar skyldur og réttindi.
Starfsfólki býðst að hefja nám í Íslenskuskóla Hreint sem hefur verið starfandi frá 2008. Tilgangur hans er að gera starfsfólki kleift að auka lífsgæði sín hér á landi. Ýmis önnur starfstengd námskeið eru í boði sem taka mið af þjálfunaráætlun og þjálfunardagskrá sem gefin er út árlega.
Öryggi og heilsa
Vinnuumhverfi Hreint fullnægir kröfum um vinnuvernd, öryggi og góðan aðbúnað á vinnustað í samræmi við kröfur Svansins. Öryggisnefnd er starfandi og hefur yfirumsjón með því að starfsemi félagsins uppfylli lög og reglugerðir á sviði öryggis- og vinnuverndarmála.
Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin og er unnið samkvæmt forvörnum og viðbragðsáætlunum um slíkt. Starfsfólk hefur aðgang að heilbrigðisþjónustu í gegnum samstarfsaðila Hreint. Áhersla er lögð á jafnvægi milli vinnu og einkalífs og aðstoð veitt eftir þörfum til að ná því fram. Starfsfólk er hvatt til að huga að heilsunni og eru sérstakir heilsudagar haldnir reglulega. Á þeim fer fram fræðsla um gott heilsufar og starfsfólki gefst tækifæri á að fara í heilsufarsskoðun.
Starfsandi, virðing og hvatning
Lögð er áhersla á góðan starfsanda hjá Hreint. Starfsmannafélag er starfandi sem skipuleggur reglulega viðburði með það að markmiði að sameina flottan hóp starfsfólks með alþjóðlegan bakgrunn. Reglulega er starfsfólki veitt viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf. Má þar nefna starfsmenn mánaðarins og starfsmenn ársins. Einnig eru árlega veittar starfsaldursviðurkenningar.
Gildi Hreint eru Hreinlæti, Samskipti og Skilvirkni.
Hafa samband
Ert þú með spurningar eða ábendingu? Ekki hika við að senda okkur skilaboð. Við þiggjum öll ráð og þitt álit skiptir okkur máli. Þú getur náð í okkur í gegnum síma, tölvupóst eða komið við á einni starfsstöð okkar.
Vesturvör 11
- 201 Kópavogur
- +354 589 5000
- hreint@hreint.is
Opið á skrifstofu
Virka daga: 8:00 – 16:00