Þrif í fyrirtækjum
Fróðleikur

Þrifráð í fyrirtækjum – 5 ástæður fyrir ræstiþjörkum

Sem leiðandi ræstingafyrirtæki á Íslandi með áratuga reynslu fylgjumst við hjá Hreint auðvitað vel með öllum nýjungum sem fram koma í ræstingaheiminum. Síðustu mánuði höfum við verið með til prófunar sjálfvirka skúringar- og moppuvél, nokkurs konar gólfhreinsiróbót sem hreinsar gólf með hörðu yfirborði.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

11. janúar 2023

Einhver kann eflaust að halda að það sé lítil framþróun í ræstingargeiranum en það er ekki rétt. Sífellt er verið að þróa betri aðferðir, tæki og efni til að nota við ræstingar og þrif en róbótaræstingar eru að þróast hratt þessi misserin. Stjórnendur fyrirtækja velta eflaust fyrir sér hvort þessi tækni henti þeirra rekstri til að ná betri árangri í ræstingum með minni tilkostnaði.

Róbótinn hefur marga góða eiginleika eins og að geta hlaðið sig sjálfur með rafmagni, fyllt á sig vatn og sápu, tekið á móti skítugu vatni og ferðast milli hæða. Þá er hægt að stjórna honum með appi og forrita hann til að ræsta ákveðin svæði á ákveðnum tíma og vinnur þannig með ræstingafólki.

Hér eru fimm ástæður af hverju róbótar gætu hentað þínum rekstri:

  • Hrein og þurr gólf allan daginn. Róbóta geta verið í vinnu allan sólarhringinn ef þess þarf, í stað þess að ræst sé bara einu sinni yfir daginn. Aukin tíðni ræstinga er því lítið mál.
  • Nýttu starfsfólkið í önnur þrif. Starfsfólkið nýtist til að gera aðra hluti heldur en tímafrekar gólfræstingar til dæmis við afþurrkun, ryksugun eða vélaræstingu.
  • Betri gæði. Allir róbótar skila niðurstöðum um gæði ræstingar sem hægt er að fá sendar í tölvupósti. Það er því aldrei nein spurning um hvað var ræst eða hversu mikið, gögnin segja til um það.
  • Bætt ímynd. Sýndu viðskiptavinum og starfsfólki að þú sért sífellt að leita leiða til að nútímavæða hreinlæti á þínum vinnustað.
  • Langtíma fjárfesting sem borgar sig. Róbótar eru langtíma fjárfesting en þeir spara tíma og auka framleiðni starfsfólks sem nýtist betur í önnur verkefni. Róbótafjárfesting getur því verið arðsöm og því fljót að borga sig.

Við hjá Hreint elskum öll þrif og ræstingar og búum að tæplega 40 ára reynslu í skipulagningu þeirra. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Rétt skilgreining og gott skipulag við þrif er grunnur af því að geta haldið uppi vönduðu þjónustustigi og á sama tíma stilla kostnaði í hóf. Hreint er öruggur valkostur þeirra sem vilja fagleg vinnubrögð og hagkvæma gæða þrif- og ræstingaþjónustu í verkefni, stór og smá.

Starfsfólk Hreint er til þjónustu reiðubúið að veita ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.