Til viðbótar við reglulegar ræstingar hjá fyrirtækjum og stofnunum þarfnast húsnæðið hreingerningar með reglubundnum hætti. Ítarleg þrif með öflugri efnum, tækjum og vélum á ýmsum hlutum atvinnuhúsnæðis, frá gólfi upp í loft, eru hluti af viðhaldi alls húsnæðis. Við höfum fagþekkinguna, reynsluna og búnaðinn til að takast á við krefjandi verkefni svo vinnustaðurinn þinn verði eins hreinn og þú vilt hafa hann!
Reglulega þarf að gera stærri gólfhreingerningar, svo sem bón, bónleysingar og póleringar. Viðerum sérfræðingar í slíku viðhaldi gólfefna og hafa viðskiptavinir okkar aðgang að sérfræðingum okkar þeim að kostnaðarlausu.
Hreint gólf hefur mikil áhrif á það hvernig starfsfólk upplifir vinnuaðstöðuna. Áratuga reynsla okkar af viðhaldi fjölbreyttra gólftegunda gefur okkur forskot á flest önnur fyrirtæki á markaðnum og skilar þér vönduðum vinnubrögðum í þrifum.
Viðhald teppa er sérstaklega vandasamt. Steinteppi má t.d. ekki þrífa með sömu aðferðum og hörð gólfefni. Til að tryggja faglega meðhöndlun bjóðum við viðskiptavinum okkar ákaflega vandaða teppahreinsiþjónustu. Leitaðu til fagmanna til þess að tryggja rétta meðhöndlun, þér verður vel tekið, enda gerum við vel í verði og verki.
Við sinnum til dæmis;
Ert þú með spurningar eða ábendingu? Ekki hika við að senda okkur skilaboð. Við þiggjum öll ráð og þitt álit skiptir okkur máli. Þú getur náð í okkur í gegnum síma, tölvupóst eða komið við á einni starfsstöð okkar.
Virka daga: 8:00 – 16:00