Fréttir

Starfsaldursviðurkenningar veittar á jólakaffi

Með stolti og ánægju veitum við á hverju ár starfsaldursviðurkenningar til starfsfólks sem hefur starfað með okkur í 5, 10, 15 og 20 ár. Að þessu sinni voru viðurkenningar veittar til níu starfsmanna og fór afhending þeirra fram á jólakaffinu okkar í desember.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

27. desember 2024

Viðurkenningarnar eru til marks um tryggð og framúrskarandi vinnusemi starfsfólksins okkar, sem hefur lagt grunn að árangri fyrirtækisins í gegnum árin og við erum afar þakklát fyrir.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju.