Fréttir

Reglulegt viðhald borgar sig

Reglulegar hreingerningar er nauðsynlegur þáttur í viðhaldi húsnæðis og styðja þær vel við daglegar ræstingar. Við hjá Hreint erum sérfræðingar í hreingerningum og bjóðum þær á góðum kjörum.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

28. maí 2020

Reglulegar hreingerningar er nauðsynlegur þáttur í viðhaldi húsnæðis og styðja þær vel við daglegar ræstingar. Hreingerningarnar eru mjög fjölbreyttar, allt frá léttum þrifum á svæði utan seilingarfjarlægðar og upp í ítarlegri þrif með öflugum efnum, tækjum og vélum. Við hjá Hreint erum sérfræðingar í hreingerningum og bjóðum þær á góðum kjörum.

Viðhald á gólfefnum er ein af algengustu hreingerningum sem við framkvæmum. Þegar sérfræðingur okkar kemur til þín gerir hann ástandsskoðun á húsnæðinu og greinir viðhaldsþörfina. Til dæmis hvort nóg sé að grunnhreinsa og bóna gólf eða hvort nauðsynlegt sé að fara í umfangsmeiri aðgerð að bónleysa og bóna gólfið aftur. Við sérsníðum svo tilboð til þín með ítarlegri verklýsingu um hvað sé innifalið í verkinu og hvenær það skal unnið. Einfaldara getur það ekki orðið.

Hafðu samband við okkur strax í dag og sparaðu með reglulegu viðhaldi.

Hreint er eitt elsta og stærsta fyrirtæki á sviði ræstinga á Íslandi og hefur verið Svansvottað síðan 2010. Við seljum líka Svansvottaðar hreinlætisvörur til fastra viðskiptavina okkar á einstaklega hagstæðu verði og dreifum þeim frítt. Við leggjum mikla áherslu á frábæra þjónustu og gæði verka okkar.