Gaussian Robotics þjarkur Hreint
Fréttir

Ræstiþjarkur prófaður í hugmyndahúsi

Við erum þessa dagana með til prófunar gólfhreinsunarþjark í Grósku, sem er hugmyndahús og suðupottur nýsköpunar á Íslandi. Þjarkurinn er framleiddur af Gaussian Robotics sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og sölu á ræstingaróbótum í heiminum

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

19. október 2022

Þjarkurinn er sjálfvirk skúringar- og moppunarvél, ætlaður til að hreinsa gólf með hörðu yfirborði og hentar vel til notkunar í almennum rýmum, t.d. í verslunum, opinberum byggingum og á skrifstofum. Þjarkurinn getur skúrað um 1.200 fermetrum á klukkustund og honum er hægt að stjórna með appi. Hann er forritaður til að ræsta ákveðin svæði á ákveðnum tíma og vinnur þannig með ræstingafólki.

Rafhlaða þjarksins endist í rúmar tvær klukkustundir og hleður hann sig svo sjálfur og heldur áfram ef þörf er á. Hann getur tengst tengikví sem er bæði með áfyllingu á vatni, sápu og rafmagni, auk þess getur hann tekið á móti skítugu vatni. Þá er þjarkurinn með möguleika á að tengjast við lyftukerfi í húsum og getur þannig farið á milli hæða til að ræsta.

Tilraunir með þjarkinn hafa gengið vel hjá Hreint og lofa góðu með framhaldið. Þannig hefur þjarkurinn staðist öll próf sem lagt hafa verið fyrir hann og það með glæsibrag. Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við Þjarka en hægt er að sjá myndbandinu af þjarkinum við störf með að smella hér. Einnig hvetjum við alla til að kíkja niður í Grósku og skoða þjarkinn!

Hafðu samband við sérfræðinga okkar til að sjá hvort  ræsting með þjarki hentar í þínu fyrirtæki!