Starfsfólk mætti ásamt fjölskyldu sinni og naut veitinga og samveru. Spjallað var og hlegið, og tekið smá hlé frá dagsins önn.
Jólasveinn leit einnig við, fór með gesti í hring í kringum jólatréð og færði yngstu gestunum gjafir.
Hefð er fyrir því hjá Hreint að veita starfsaldursgjafir, og var það einnig gert að þessu sinni. Alls fengu sjö starfsmenn viðurkenningar, fyrir fimm og tíu ára starfsaldur.
Að lokum var allt starfsfólk leyst út með jólapakka og hlýjum óskum um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
Góð stemning á vinnustað byggist á fólkinu sjálfu og þeim stundum sem gefast til að koma saman. Jólakaffið er einföld hefð sem styður við það.