Fréttir

Húsráð: 7 leiðir til að létta þér þrifin í sumar

Hreint ehf.

Hreint ehf.

24. maí 2018

Nú eru margir, og jafnvel flestir, komnir í sumarfrí og þá eru heimilisstörfin kannski ekki efst á baugi. Þrif fara þó ekki í sumarfrí og taka nokkrum breytingum. Ekki síst ef farið er á sólarströnd, en það gera margir og kjósa að gista íbúð. Hér birtum við sjö húsráð sem eiga sérstaklega vel við að sumri.

Notaðu afganga sem hreinsiefni

Ef þú situr uppi með hálfa sítrónu sem þú veist ekki hvað þú vilt gera við skaltu nota hana til að þrífa ryðfrí blöndunartæki. Nuddaðu tækin með sítrónunni og þurrkaðu svo af með örtrefjatusku

Þrífðu grillið

Mörgum jafn leiðinlegt að þrífa grillið eins og þeim þykir gaman að grilla. En þrifin verða hægðarleikur ef burstað er af grillinu með góðum grillbursta á meðan það er enn heitt. Ef óhreinindin eru mjög föst má nota ofnhreinsi til að ná því af – athugið að nota hanska og fara vel að leiðbeiningum á umbúðum.

Glasahringir eiga sér óvæntan óvin

Óhöpp geta alltaf átt sér stað og eitt þeirra sem er sérlega leiðinlegt að eiga við ef glasahringur myndast á fallega viðarborðinu. En hjálpin er nær og hún kemur úr óvæntri átt. Smyrðu majónesi (ekki létt-majónesi) yfir blettinn, látt í standa í klukkustund og þurrkaðu svo af með tusku.

Sveittar hendur skilja eftir sig för

Þegar krakkarnir eru úti í hitanum vilja þau verða sveitt og flykkjast inn í eldhús eftir einhverju svalandi úr ísskápnum. Þá skilja þeir stundum eftir fingraför á ísskápnum sem erfitt getur verið að ná af. Við mælum með að nota húsgagnabón með sítrus til að ná förunum af og að auki skilur það eftir þunna húð á hurðinni sem hjálpar til við að sporna gegn því að för myndist aftur.

Lengdu líf sundfatanna

Á sumrin eru sundföt notuð einstaklega mikið og ekki fer vel með þau að þvo þau eftir hverja notkun. En ef ekkert er að gert verða þau fljótt upplituð og ljót. Gott ráð er að skola þau eftir hverja notkun með köldu vatni. Farið þó varlega í að vinda þau því það fer illa með teygjuna.

Leyfðu myglunni ekki að myndast

Það er hættara við því að mygla myndist í þvottavélum þegar hlýtt er og rakt. Gott ráð til að minnka líkurnar á að raki myndist er að setja vélina stöku sinni tóma af stað á suðu. Það drepur örverurnar og þrífur vélina að innan.

Ekki láta sundleikföngin verða sóðaleg

Börnum finnst gaman að leika sér með kúta, baðleikföng og þess háttar í sundlaugum og heitum pottum. Þá vill stundum myndast skán á þessi leikföng og þau verða óspennandi og jafvel heilsuspillandi. Einfalt ráð til að halda þeim hreinum og fínum er að nota hella ediki í eldhúspappír og nudda vel af þeim. Þetta er umhverfisvæn og holl leið til að þrífa dótið sem stundum vill lenda upp í ungum munnum.

Næsta húsráð: Þrif með borðedik