Jafnvægisvogin veitir árlega viðurkenningar úr hópi fyrirtækja og opinberra aðila sem undirritað hafa viljayfirlýsingu um að vinna að því að jafna hlutfall karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Markmiðið er að hlutföll verði a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórn og/eða efsta lagi stjórnunar. Stór hluti þátttakenda sem skrifað hafa undir viljayfirlýsinguna hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgar þeim fyrirtækjum og stofnunum milli ára sem náð hafa markmiðinu.
Skýr stefna í jafnréttismálum
Við höfum lengi haft skýra sýn og stefnu í jafnréttismálum sem tryggir sanngirni, jöfn tækifæri og kjör alls starfsfólks. Við höfum verið jafnlaunavottað fyrirtæki frá árinu 2021 og hlotið jafnlaunamerki Jafnréttisstofu sem er staðfesting á því að launakerfi okkar samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Reynsla okkar sýnir fjölbreytt samsetning mannauðs eykur víðsýni, kallar fram ólík sjónarhorn og fjölbreytta nálgun verkefna svo ekki sé talað um almenna gleði og ánægju. Konur eru í meirihluta bæði í framkvæmdaráði Hreint og meðal millistjórnenda.