Bara tala appið er stafrænn íslenskukennari sem er aðgengilegt notendum á þægilegan og einfaldan hátt í símanum. Appið byggir á gervigreind og íslenskri máltækni sem gerir notendum kleift að æfa íslensku í gegnum samtöl og fá endurgjöf í rauntíma. Áhersla er lögð á talmál þar sem notendur geta spreytt sig á framburði íslenskunnar. Fólk talar við appið og forritið veitir endurgjöf með því að benda á hvaða orð var ekki borið fram nógu skýrt. Einnig er tungumálið kennt í gegnum leik með myndum og hljóðum.
Hjá okkur starfa í kringum 200 einstaklingar af um 30 þjóðernum og leggjum við áherslu á að styðja þá að læra íslensku. Með því að bæta appinu við er fjölbreytni aukin í íslenskukennslu og getur starfsfólks okkar nú lært íslensku hvar og hvenær sem er.