Árshátíð Hreint 2023 - Friðrik Dór skemmti.
Fréttir

Árshátíð á 40. afmælisári

Hápunktur félagslífs hvers fyrirtækis er árshátíð en þá klæðist starfsfólk sínu fínasta pússi og skemmtir sér hvert með öðru. Þessu er nákvæmlega svona farið hjá Hreint, sem hélt sína árlegu árshátíð nýverið í Sjálandi. Starfsfólk Hreint hefur svo sannarlega ærið tilefni til að fagna því fyrirtækið er 40 ára á þessu ári.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

31. mars 2023

Það er fátt skemmtilegra en að gera sér glaðan dag með góðum vinnufélögum. Hápunktur félagslífs hvers fyrirtækis er árshátíð en þá klæðist starfsfólk sínu fínasta pússi og skemmtir sér hvert með öðru. Þessu er nákvæmlega svona farið hjá Hreint, sem hélt sína árlegu árshátíð nýverið í Sjálandi í Garðabæ. Boðið var upp á stórglæsilegt veisluhlaðborð og vandaða skemmtidagskrá sem lauk með dúndrandi dansleik. Starfsfólk Hreint hefur svo sannarlega ærið tilefni til að fagna því fyrirtækið er 40 ára á þessu ári.

Hreint var stofnað 12. desember árið 1983 og er því ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Sóknarhugur er í fyrirtækinu sem hefur á undanförnum árum aukið umsvif sín á sviði ræstinga og hreinlætis. Alls starfa um 200 manns af á þriðja tug þjóðerna hjá Hreint og því má með sanni segja að það hafi verið fjölþjóðleg stemning á árshátíðinni í Sjálandi sem heppnaðist frábærlega vel.