Fréttir

Hreint er Mannauðshugsandi fyrirtæki 2025

Við erum ótrúlega stolt af því að hafa, þriðja árið í röð, hlotið viðurkenningu sem eitt af leiðandi mannauðshugsandi fyrirtækjum á Íslandi. Við hljótum hana fyrir að framkvæma reglulega mannauðsmælingar á meðal alls starfsfólks okkar þar sem við upplýsum það svo um niðurstöðurnar og árangurinn.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

18. nóvember 2025

Einnig veitum við stjórnendum okkar yfirsýn yfir árangur sinna sviða, deilda og hópa. Með þessu móti sýnum við í verki að mannauður okkar skiptir miklu máli.

Í HR Monitor er spurt út í líðan á vinnustað og ánægju með stjórnun, starfsanda, starfsþróun og fleira sem viðkemur mannauðsmálum. Allt starfsfólk fær tækifæri til að gefa yfirmanni sínum mánaðarlega endurgjöf, bæði á frammistöðu hans sem stjórnanda sem og á starfsumhverfi og starfsánægju. Stjórnendur fá jafnframt dýrmæta endurgjöf á sín störf sem þeir nýta til að dýpka sjálfsþekkingu sína og gera enn betur í starfi sínu sem leiðtogar. Við hlustum líka á tillögur frá starfsfólki til að gera betur og göngum í málin ef þurfa þykir.

Á bakvið Hreint er öflugt, samheldið og metnaðarfullt starfsfólk sem við erum svo sannarlega stolt af og þakklát fyrir.