Jákvæður mannauðurSamskiptahæfni og samviskusemi

Við gerum þær kröfur til starfsfólks okkar að það sé gott í samskiptum, samviskusamt og sveigjanlegt.

Aðrar kröfur sem starfsfólk þarf að uppfylla:

  • 20 ára eða eldri
  • Hreint sakavottorð

Kostur er að hafa reynslu af ræstingum.

Við viljum fólk sem sækist eftir starfi til framtíðar og vill taka þátt í uppbyggingu Hreint á grunni norræna- gæða og umhverfismerkisins Svansins.

Starfsfólk við þrif í fyrirtæki. Okkar sérstaða í 40 ár.

Betri kjörSveigjanlegur vinnutími

Við gerum vel við samviskusamt og duglegt starfsfólk en einnig gerum við okkar besta að laga vinnutímann að þörfum hvers og eins. Starfsfólk Hreint nýtur betri kjara í formi:

  • Afkastahvetjandi launa
  • Sveigjanlegri vinnutíma
  • Verðlaun fyrir framúrskarandi störf
  • Aðgang að fræðsluumhverfi, Hreint Akademíunni,

Þegar starfsfólk hefur störf fær það snyrtilegan fatnað frá fyrirtækinu og ítarlega kennslu við ræstingar í Hreint Akademíunni. Það notar nýjustu áhöld og tæki við vinnu, fær jákvæða hvatningu og getur verið verðlaunað fyrir framúrskarandi starf.

Við ráðningu gengur starfsfólk í starfsmannafélag Hreint en því fylgja eftirsóknarverð hlunnindi s.s. árshátíðir, óvissuferðir, grillferðir og skemmtanir.

Learn, grow, belong!Hreint Akademían

Þegar starfsfólk hefur störf  fær það samstundis aðgang að Hreint Akademíunni. Markmið þess er að veita öllum starfsmönnum aðgengilegar, hagnýtar og fjölbreyttar leiðir til að efla færni sína, öðlast dýpri skilning á starfinu og aðlaga sig að íslensku samfélagi.  Rafrænt fræðslukerfi styður við starfsfólk með markvissri þjálfun, tungumálanámi og fræðslu sem gefur þeim tækifæri til að vaxa í vinnu og lífi.

Hvort sem þú ert nýr í ræstingum eða nýr á Íslandi, þá styður Hreint Akademían þig á þinni leið með þekkingu, færni og stuðning.

Stofnað febrúar 2005Starfsmannafélag Hreint

Starfsmannafélag Hreint hefur verið starfrækt síðan 2005 en það er skipað starfsfólki sem leggur mikið upp úr að hafa fjölbreytta, skemmtilega og fjölskylduvæna viðburði reglulega yfir árið. Mikill metnaður er lagður í að halda vel utan um það frábæra, fjölþjóðlega starfsfólk sem starfar hjá Hreint. Félagið hefur reglulega viðburði á hverju ári eins og árshátíð og fjölskyldudag en auk þess hefur það haft t.d.  bjórkvöld, sumargleði, heilsudag, bíóferðir, jólaskemmtanir, óvissuferð o.fl..

Hér að neðan á má sjá myndir úr starfsemi félagsins.