Markmið og verkferillLaunajafnrétti
Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Fólki af öllum kynjum skulu greidd jöfn laun og skulu allir njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir allt starfsfólk. . Þau viðmið sem lögð eru launaákvörðunum til grundvallar skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Laun eru í 9. tölul. 2. gr. jafnréttislaga skilgreind sem almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, bein og óbein, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsfólki sínu fyrir. Kjör eru í 10. tölul. 2. gr. jafnréttislaga skilgreind sem laun ásamt lífeyris-, orlofs- og veikindaréttindum og hvers konar öðrum starfskjörum eða réttindum sem metin verða til fjár.
Skýr markmiðJöfn tækifæri
Í samræmi við lög nr. 150/2020 lauk Hreint jafnlaunavottun sem staðfestir að jafnlaunakerfi Hreint og framkvæmd þess uppfyllir kröfur staðals ÍST 85:2012.
Launajafnrétti
Markmið | Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
Að konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Að fólk óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. | Marka stefnu í jafnlaunamálum og kynna fyrir helstu stjórnendum og öðru starfsfólki. Stefnan skal höfð aðgengileg almenningi og verður sett á heimasíðuna. | Sviðsstjóri mannauðssviðs | Yfirfara stefnuna og kynna þegar nýir stjórnendur og aðrir starfsmenn hefja störf. Jafnlaunastefnan er birt almenningi á heimasíðu félagsins. |
Árlega skal gera launagreiningu. Komi í ljós kynbundinn launamunur sem ekki tekst að skýra með málefnalegum hætti skal bregðast við og leiðrétta. Kynna skal niðurstöður launagreiningar fyrir starfsfólki. | Sviðsstjóri mannauðssviðs | Launagreining fer fram a.m.k. einu sinni á ári og skal lokið eigi síðar en í júní ár hvert. | |
Til að tryggja launajafnrétti hefur jafnlaunastaðall ÍST:85:2012 verið innleiddur og er jafnlaunakerfið tekið út árlega af vottunaraðila. ÍST:85:2012 verið innleiddur og er jafnlaunakerfið tekið út árlega af vottunaraðila. | Sviðsstjóri mannauðssviðs | Vottun fer fram á 3 ára fresti en þess á milli er ytra mat vottunaraðila . |
Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun
Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá. Ráðið er í störf eftir verðleikum en séu einstaklingar metnir álíka hæfir skal horft til þess að jafna kynjahlutföll í stjórnunar- og áhrifastöðum sem og öðrum stöðum.
Ekki skal mismuna starfsmönnum eftir kyni hvað varðar möguleika til sí- og endurmenntunar og starfsþjálfunar. Tryggja skal að allir starfsmenn óháð kyni geti sótt námskeið sem haldin eru sérstaklega til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. Gæta skal þess við úthlutun verkefna og tækifæra til að axla ábyrgð að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis.
Markmið | Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
Laus störf standi öllum opin óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. | Í starfsauglýsingum sé hvatning til einstaklinga óháð kyni og öðrum skilgreiningum til að sækja um. | Sviðsstjóri mannauðssviðs | Alltaf þegar starf er auglýst laust til umsóknar. |
Auka fjölbreytileika starfshópsins. | Samantekt yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar. | Samantekt og greiningu lokið í október ár hvert. | |
Að tryggja að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllum kynjum. | Samantekt á samsetningu starfsmannahópsins. | ||
Greina sókn fólks í sambærilegum störfum í endurmenntun og starfsþjálfun. | |||
Leita skýringa og bregðast við ef fram kemur mismunur milli hópa. |
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Starfsfólki er gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu eftir því sem við verður komið og þörf er á. Taka skal tillit bæði til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa fyrirtækisins.
Gera skal ráð fyrir að konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu í þjóðskrá njóti sveigjanleika til að sinna fjölskyldum sínum. Óheimilt er að láta fæðingar- og foreldraorlof, eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði, hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi, endurmenntun, uppsögn, vinnuaðstæður og fleiri slíka þætti sem fram koma 19.gr jafnréttislaga. Þá ber að leitast við að halda yfirvinnu starfsfólks innan eðlilegra marka.
Markmið | Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
Að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Að koma á kerfi sveigjanlegs og fyrirsjáanlegs vinnutíma og halda yfirvinnu starfsfólks innan hóflegra marka og uppræta kynbundinn mun þar á. | Lögð er áhersla á að öllum starfsmönnum sé gert kleift að sinna fjölskyldu- og einkalífi sínu. Leitast er við að hvetja starfsmenn til að stunda heilbrigt líferni. Komið er til móts við fjölskylduábyrgð og breyttar fjölskyldu aðstæður. | Sviðsstjóri mannauðssviðs | Kynnt vel við nýráðningar. Og aftur á árlegum starfsmannafundum. |
Að konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu í þjóðskrá nýti sér þann rétt sem þau eiga varðandi foreldra- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna. | Kynna starfsfólki og verðandi foreldrum réttindi og skyldur sem þeir hafa í þessum efnum. | Sviðsstjóri mannauðssviðs | Kynnt vel við nýráðningar. |
Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni
Það er stefna Hreint að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt fordæmd.
Skilgreiningar eru í samræmi við 2. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og reglugerð 1009/2015.
Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu þess sem fyrir henni verður, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.
Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.
Það er á ábyrgð atvinnurekenda að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og/eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Nauðsynlegt er að gera öllu starfsfólki ljóst að slík hegðun sé ekki liðin. Allar slíkar kvartanir skulu rannsakaðar/kannaðar og starfsfólk stutt eftir bestu getu.
Yfirmaður sem kærður er vegna ætlaðs kynbundins ofbeldis, kynbundinnar áreitni eða kynferðislegrar áreitni, skal samkvæmt 14. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, vera vanhæfur til að taka ákvarðanir um starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal næsti stjórnandi taka slíkar ákvarðanir.
Markmið | Aðgerðir | Ábyrgð | Tímarammi |
Að kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum. | Við ráðningu er starfsfólki bent á að á vef félagsins megi finna forvarnir og viðbragðsáætlun gegn einelti og áreitni. | Sviðsstjóri mannauðssviðs | Kynnt vel við nýráðningar og efni er tiltækt á innra neti.það er líka farið yfir þetta á árlegum starfsmannafundi. |
Að forvarnar- og viðbragðsáætlun sem tekur á kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni sé til fyrir vinnustaðinn. | Vinna við viðbragðsáætlun sem inniheldur verklagsreglur og tekur til forvarna. Verður tilbúin í 25,nóvember 2024. | Sviðsstjóri mannauðssviðs | |
Starfsfólk þekki réttindi sín og hvert það skal leita verði það fyrir óæskilegri hegðun á vinnustaðnum. | Forvarnar- og viðbragðsáætlun ásamt verkferlum kynnt fyrir starfsfólki. | Sviðsstjóri mannauðssviðs | Kynnt vel við nýráðningar og efni er tiltækt á innra neti. |
Upplýsingar um réttindi og skyldur séu aðgengilegar öllu starfsfólki m.t.t. til einstaka sérþarfar t.d. vegna tungumála eða fötlunar. | Yfirmenn og verkstjórar kynni sig og sitt hlutverk fyrir starfsfólki. | Sviðsstjóri mannauðssviðs | Kynnt vel við nýráðningar og efni er tiltækt á innra neti. |
Ábyrgð og eftirfylgni
Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri mannauðssviðs fara yfir markmið, aðgerðir og niðurstöður verkefna árlega. Endurskoða skal jafnréttisáætlun þessa að lágmarki á þriggja ára fresti.
Ábyrgð | Aðgerð | Ábyrgð | Tímarammi |
Að jafnréttisáætlunin sé í sífelldri þróun og skili tilætluðum árangri. Að endurskoða og uppfæra jafnréttisáætlunina. | Viðhorfskönnun meðal starfsfólks með tilliti til verkefna áætlunarinnar. Vinna tillögu að nýrri jafnréttisáætlun á grundvelli reynslu, verkefna og niðurstaðna kannanna. | Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri mannauðssviðs. | Á þriggja ára fresti, áður en gildistíma eldri áætlunar lýkur. |
Samþykkt af Ara Þórðarson framkvæmdastjóra þann 15.7.2024.
Hafðu samband
Vilt þú vita meira? Ekki hika við að hafa samband við okkur. Við svörum eins hratt og auðið er!
Vesturvör 11
- 201 Kópavogur
- +354 589 5000
- hreint@hreint.is
Furuvellir 1
- 600 Akureyri
Opið á skrifstofu
Virka daga: 8:00 – 16:00