Fréttir

Sumarið er tími fyrir þrif og viðhald á fasteignum

Sumarið er ekki bara tími sólar og sumarfrís, það er líka tími viðhalds og þrifa. Á sumrin tökum við eftir því að viðskiptavinir okkar fara gjarnan yfir ástand húsnæðis síns og meta hvort viðhalds sé þörf. Þeir vita að reglulegar hreingerningar og þrif eru nauðsynlegir þættir í viðhaldi húsnæðis og góður stuðningur við daglegar ræstingar.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

7. maí 2025

Reglulegt viðhald sparar pening því það getur komið í veg fyrir stærri, tímafrekari og dýrari viðhaldsverkefni. Þá eykur vel við haldið húsnæði virði fasteignarinnar.

Viðhald á gólfefnum er ein af algengustu hreingerningum sem við framkvæmum. Þegar sérfræðingur okkar kemur til þín gerir hann ástandsskoðun á húsnæðinu og greinir viðhaldsþörfina. Til dæmis hvort nóg sé að grunnhreinsa og bóna gólf eða hvort nauðsynlegt sé að fara í umfangsmeiri aðgerð að bónleysa og bóna gólfið aftur. Við sérsníðum svo tilboð til þín með ítarlegri verklýsingu um hvað sé innifalið í verkinu og hvenær það skal unnið. Einfaldara getur það ekki orðið.

Hugsum um umhverfið

Við erum eitt elsta og stærsta fyrirtækið á Íslandi á sviði þrifa og ræstinga. Við höfum verið Svansvottuð frá árinu 2010 og seljum Svansvottaðar hreinlætisvörur til fastra viðskiptavina okkar á einstaklega hagstæðu verði, auk þess að dreifa þeim frítt. Við leggjum mikla áherslu á frábæra þjónustu og gæði verka okkar.

Við elskum öll þrif

Við búum yfir 40 ára reynslu í skipulagningu ræstinga og elskum öll þrif. Við erum sérfræðingar í að greina og skilgreina þrif- og ræstiþörf í öllum tegundum atvinnuhúsnæðis. Ekkert verkefni er of stórt fyrir okkur og ekkert verkefni er of smátt.

Við erum til þjónustu reiðubúin að veita þér ráðgjöf um bætt þrif fyrir fyrirtækið þitt strax í dag.