Fréttir

Rúnar ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Hreint

Rúnar Ágúst Svavarsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarframkvæmdastjóri. Um er að ræða nýja stöðu innan félagsins, en Rúnar hefur verið lykilmaður í rekstri Hreint undanfarin 12 ár og stýrt fjölmörgum  mikilvægum verkefnum innanhúss, ásamt því að hafa starfað þvert á svið hjá okkur, síðast sem sviðsstjóri þróunar- og markaðssviðs.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

16. október 2024

Rúnar lauk á þessu ári MBA-námi við Háskólann í Reykjavík með áherslu á stefnumótun, rekstur og leiðtogastjórnun, sem styður enn frekar við vöxt og framþróun okkar. Einnig er hann með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ráðning hans í stöðuna er mikilvægur liður í áætlunum fyrirtækisins um frekari stækkun og þróun, en nýlega flutti fyrirtækið höfuðstöðvar sýnar í nýtt og stærra húsnæði í Kópavogi og stendur slík hið sama til á Akureyri á komandi misserum.

„Ég er afar spenntur fyrir nýju hlutverki og þeirri áskorun að taka þátt í næstu skrefum Hreint á spennandi vegferð. Við erum að vaxa hratt og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að styðja við áframhaldandi þróun fyrirtækisins,“ segir Rúnar Ágúst Svavarsson, nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Hreint.

„Við erum mjög ánægð með að hafa Rúnar áfram með okkur í nýrri stöðu. Hann hefur lengi verið hluti af okkar leiðtogateymi og þekkir fyrirtækið út og inn,“ segir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint. „Rúnar hefur komið að stórum verkefnum sem hafa skipt sköpum fyrir stækkun Hreint, og MBA-námið samræmist vel framtíðarstefnu okkar.“

Árið 2024 hefur verið eitt af þeim allra besta í sögu Hreint, þar sem fyrirtækið hefur séð 20% vöxt. Með ráðningu Rúnars er félagið enn betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráform og áframhaldandi vöxt.