Þrif í fyrirtækjum - 5 þrifráð sem bæta vinnuandann
Fróðleikur

Þrif í fyrirtækjum – 5 þrifráð til að bæta starfsandann

Hreint og snyrtilegt starfsumhverfi stuðlar að aukinni ánægju starfsfólks og er nauðsynlegt hverju fyrirtæki. Afköst aukast, allt samstarf verður betra og í slíku umhverfi anda allir léttar og líður vel. Það er ekki flókið og þarf litla fyrirhöfn að halda skrifstofunni hreinni og þrifalegri. Allt sem þarf er útsjónarsemi, gott skipulag, smá þrif og einfaldar umgengnisreglur.

Rúnar Svavarsson

Rúnar Svavarsson

12. ágúst 2024

Fimm snjöll þrifráð sem bæta starfsandann:

  1. Upplýstu starfsfólk um ræstingatíðnina á vinnustaðnum og hvað sé falið í ræstingaþjónustunni. Hafðu ræstingaefni og áhöld á skipulögðu svæði og upplýstu starfsfólk um hvernig það getur nálgast tuskur og ræstiefni til að nota ef þarf við þrif.
  2. Hvettu starfsfólk til þess að halda vinnustöðvum sínum hreinum og snyrtilegum. Settu jafnvel upp smá keppni um hreinustu vinnustöðina í hverjum mánuði og verðlaunaðu þann sem stendur sig best.
  3. Settu skýrar og einfaldar umgengnisreglur, t.d. er varðar frágang á starfssvæðum í lok hvers vinnudags, s.s. að ganga vel frá skrifborðinu, fara með diska og bolla í uppþvottavélina og henda óþarfa pappír í flokkunartunnuna.
  4. Sjáðu til þess að gluggar séu þrifnir reglulega að utan sem innan, því birta og útsýni skipta máli fyrir andlega líðan. Faglegur og reglulegur gluggaþvottur viðheldur einnig og styrkir góða ímynd fyrirtækja.
  5. Skipulegðu reglulega þrif- og hreinsidaga þar sem allir starfsmenn taka þátt. Þá sameinast allir í að taka til og bæta umhverfið og það eflir samtakamátt og samvinnu. Gera má tiltektina að skemmtilegum viðburði, t.d. með tónlist, pítsum og verðlaunum. Þú getur fengið ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar hvernig best er að standa að slíkum degi.

Jákvæður og vel þrifinn vinnustaður eykur starfsánægju og bætir frammistöðu. Þegar allir vinna saman að vel skilgreindu sameiginlegu markmiði verður til betri starfsandi sem eflir bæði einstaklinga og hópinn í heild sinni. Mikilvægt er að allir njóti sín og gangi til vinnu sinnar með bros á vör.

Við erum til þjónustu reiðubúið að veita þér ráðgjöf um bætt þrif fyrir þitt fyrirtæki strax í dag.