Allir geta lent í óhappi að sulla á sig mat eða drykk. Verst er þegar uppáhalds flíkurnar manns verða fyrir barðinu á eigin klaufaskap, nú eða klaufaskap annarra. Þá er gott að kunna ýmis þrif ráð svo að þeir festist ekki í flíkinni. Auðveldast er að meðhöndla bletti þegar þeir eru enn blautir því þá eru mestar líkur á að ná þeim úr flíkinni. Að því sögðu birtum við hér nokkur húsráð til þess að ná ljóta blettnum úr uppáhalds flíkinni þinni.
Kaffi og te: Hægt er að ná te-, og kaffiblettum úr fatnaði með því að gegnbleyta blettinn með ediki áður en flíkin er þvegin.
Bjór: Ef bjór sullast á flík er ráðlagt að gegnbleyta blettinn með köldu vatni. Notaðu blettasprey á blettinn og skelltu flíkinni í þvottavélina.
Rauðvín: Til þess að ná rauðvínsbletti úr flík er ágætt að nota hvítvín þar sem ljós vínandi virkar vel til þess að deyfa litinn í þeim dekkri. Það sem fáir vita er að sterkt vín virkar ennþá betur en hvítin. Við mælum með að þú gegnbleytir rauðvínsblettinn með vodka í stað hvítvíns því það svínvirkar.
Olía og feiti: Að hella á sig olíukenndum mat er ekki eins hræðilegt að ná úr flíkinni eins og maður myndi halda. Nóg er að setja uppþvottarlög á blettinn á dálitla stund áður en flíkin er þvegin eins og vanalega.
Tómatssósa: Sumir elska tómatssósu og borða hana með öllum mat. Því er ágætt að vita hvernig eigi að bregðast við þegar tómatssósa fer í fatnað. Gegnbleytið blettinn með köldu vatni, dempið ediki á blettinn og setjið flíkina í þvottavélina.
Svitablettir: Til þess að ná gömlum og gulum svitablettum úr ljósum fatnaði er gott ráð að bleyta svitablettina með sítrónusafa áður en flíkin er þvegin.
Farði: Ef farði á borð við meik, púður eða hyljari sest í flíkina er gott að setja uppþvottalög á blettina áður en flíkin er þvegin í þvotti.
Blóð: Best er að setja flíkina í bala með köldu vatni og tveimur matskeiðum af salti. Láttu flíkina liggja í kalda saltvatninu í nokkra stund áður en þú setur flíkina í þvottavélina.
Blek: Hægt er að nota mjólk til þess að leysa upp blekbletti. Gegnbleytið blekblettinn í mjólkubaði og látið standa í hálftíma. Skrúbbið blettinn síðan með litlum bursta til að ná blettinum út. Skolið flíkina eða setjið í vél. Einnig er hægt að ná bleki úr fötum með því að nota hársprey. Láttu hárspreyið liggja á blettinum í svolitla stund og nuddaðu síðan blettinn út. Endurtakið eftir þörf.
Tyggjó: Tyggjó í föt, hár eða á teppi getur verið algjör hausverkur en klaki gerir kraftaverk með ná tyggjóklessunni úr. Nuddaðu klakanum á tyggjóklessuna í stutta stund þangað til að tyggjóið er orðið frosið. Þá er hægt að kroppa tyggjóið af með árangursmiklum hætti.
Næsta húsráð: Jólaþrif