Fréttir

Húsráð: Jólahreingerningin

Hreint ehf.

Hreint ehf.

24. desember 2018

Nú þegar styttist óðfluga í jólin eru margir farnir að skipuleggja jólahreingerninguna – ef þeir eru þá ekki búnir að henni nú þegar. Það er nú kannski ekki seinna vænna en að fara að undirbúa sig ef vel á að vera, því aðeins er ein helgi eftir til jóla.

Við hjá Hreint höfum verið dugleg við að taka saman góð ráð fyrir hreingerningarnar í sérstökum lið á vefsíðunni okkar sem kallast húsráð. Þrif og ræsting eru jú okkar ær og kýr. Öll ráðin má finna undir heitinu Fróðleikur á heimasíðunni. Við höfum reynt að einbeita okkur að því að miðla ráðum sem notast við umhverfisvæn og ódýr hreinsiefni sem oft duga mun betur en hefðbundin og rándýr efni.

Þegar kemur að jólahreingerningunni skiptir mestu að vera vel skipulagður og ana ekki úr einu verkinu í annað. Þá verður okkur mikið meira úr verki og engin hætta er á að eitthvað gleymist. Í þessum pistli birtum við gátlista fyrir vorhreingerninguna og tilvalið að nýta sér hann.

Minni þörf er á stórhreingerningum eins og vor- og jólahreingerningum ef dagleg þrif eru í góðu lagi. Þess vegna birtum við líka þennan gátlista fyrir dagleg þrif – ef hann er notaður ætti til dæmis ekki að þurfa að verja nema um 8 mínútum í þrif á eldhúsi og tveimur og hálfri mínútu í að þrífa baðherbergið – það hljóta allir að geta séð af þeim tíma!

Við hjá Hreint viljum samt ekki auka á jólastressið hjá neinum. Jólin koma þó rykhnoðrar séu undir sófa eða gluggarnir séu ekki skínandi hreinir. En fallegt og hreint heimili veldur hugarró og jólaskrautið nýtur sín svo mikið betur.

Næsta húsráð: Þrífðu með uppþvottavélinni