Content

 

Starfsmannamál

Áherslur í starfsmannamálum

Hreint var stofnað 12. desember 1983 og er það eitt elsta ræstingafyrirtæki landsins. Aðalskrifstofan er í Kópavogi en starfsvæðin eru höfuðborgarsvæðið, Akranes, Akureyri, Hveragerði og Selfoss. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 200 manns af á annan tug þjóðerna.

Ráðningar

Við ráðningu er lagt upp með að ráða hæft og metnaðarfullt starfsfólk út frá hlutlausum og faglegum forsendum. Hjá Hreint er í gildi jafnréttisáætlun og ber að taka mið af henni við ráðningar.

Menntun

Við ráðningu fer starfsfólk í gegnum Hreint skólann en í honum er rafræn fræðsla um fyrirtækið og verklag við ræstingar. Einnig fær það afhent starfsmannabækling sem er fáanlegur á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Í kjölfarið fer fram nýliðafræðsla í samræmi við það hlutverk sem starfsmanni er ætlað. Leitast er eftir að starfsfólk nái strax tökum á starfinu og þekki sínar skyldur og réttindi.

Starfsfólki býðst að hefja nám í íslenskuskóla Hreint sem hefur verið starfandi frá 2008. Tilgangur hans er að gera starfsfólki kleift að auka lífsgæði sín hér á landi.  Ýmis önnur starfstengd námskeið eru í boði sem taka mið af þjálfunaráætlun og þjálfunardagskrá sem gefin er út árlega. 

Öryggi og heilsa

Vinnuumhverfið fullnægir kröfum um vinnuvernd, öryggi og góðan aðbúnað á vinnustað í samræmi við kröfur svansins. Öryggisnefnd er starfandi og hefur yfirumsjón með því að starfsemi Hreint uppfylli lög og reglugerðir á sviði öryggis- og vinnuverndamála.

Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin og er unnið samkvæmt forvörnum og viðbragðsáætlunum um slíkt. Starfsfólk hefur aðgang að heilbrigðiðsþjónustu í gegnum samstarfsaðila Hreint. Lögð er áhersla á að starfsfólk hafi jafnvægi milli vinnu og einkalífs og aðstoðað eftir þörfum til að ná því fram. Starfsfólk er hvatt til að huga að heilsunni og sérstakir heilsudagar eru reglulega þar sem það er frætt um gott heilsufar og hefur möguleika á heilsufarsskoðun.

Starfsandi, virðing og hvatning

Lögð er áhersla á góðan starfsanda. Starfsmannafélag er starfandi sem skipuleggur reglulega viðburði með það að markmiði að sameina flottan hóp starfsfólks með alþjóðlegan bakgrunn. Reglulega er starfsfólki veitt viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf. Má þar nefna starfsmaður mánaðarins og ræstiaðstaða mánaðarins. Einnig eru árlega veittar starfsaldursviðurkenningar.

Gildi Hreint eru Samvinna, Traust, Frumkvæði og Fyrirmynd.

Nordic Eco Label

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja