Content

 

Gæða- og umhverfisstefna

Við leggjum áherslu á gæði í þjónustunni og mætum þannig þörfum og óskum viðskiptavina okkar. Mikilvægi umhverfismála er mikið og því leggjum við okkur fram um að þjónustan sé til fyrirmyndar á því sviði.

Með þjónustu okkar stuðlum við að jákvæðu, heilsusamlegu og vistvænu vinnuumhverfi fyrir starfsfólk okkar og viðskiptavini.

Þetta gerum við með því að:

  • sýna í verki samvinnu, traust, frumkvæði og fyrirmynd sem eru gildi Hreint
  • veita viðskiptavinum sveigjanlega, örugga og hraða þjónustu
  • tryggja góðan og ábyrgan rekstur Hreint sem skilar arði
  • vinna markvisst að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar, einkum með áherslu á vistvæna efnanotkun, eldsneytisnotkun, úrgangsmál og umhverfismerktar vörur
  • upplýsa starfsfólk okkar og birgja um gæða- og umhverfisstefnu Hreint og stuðla að því að þeir starfi í samræmi við hana
  • starfa samkvæmt gæða- og umhverfisstjórnarkerfi sem uppfyllir kröfur norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir almennar ræstingar
  • setja skýr markmið í gæða- og umhverfismálum og endurnýja þau reglulega þannig að stöðugt sé unnið að endurbótum á starfsemi Hreint
Nordic Eco Label

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja