Content

 
Ræstiþjónusta Hreint ehf. framkvæmir nákvæma úttekt og greiningu á ræstiþörf hvers atvinnuhúsnæðis fyrir sig. Slík úttekt er lykillinn að hagstæðri ræstingu.

Þjónusta

Hreint ehf. ræstir allar tegundir húsnæðis; skrifstofu-, stórra stofnana-, framleiðslufyrirtækja- og verslana- svo víða sem á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Akranesi, Hveragerði og Selfossi. Við höfum meira en 30 ára reynslu og gott orðspor að verja.


Stórir í heildarumsjón - hagkvæmir í öllum verkum

Við tökum að okkur skipulag og heildarumsjón ræstinga. Ekkert verkefni er of lítið og ekkert of stórt. Ekkert er of flókið og ekkert of einfalt. Í krafti reynslunnar leysum við ný vandamál.

Við bjóðum alhliða gæðaþjónustu en í henni er falin:

  • Fastar ræstingar
  • Gluggaþvottur
  • Gólfmottuleiga
  • Hreingerningar
  • Gardínuhreinsun
  • Steinteppahreinsun
  • Innkaup hreinlætisvara
  • Bónleysingar og bónun gólfa
  • Þvottaþjónusta (handklæði, klútar og viskastykki)

Some article image

Fagleg ræsting er einn mikilvægasti þátturinn í viðhaldi og rekstri atvinnuhúsnæðis. Aðeins með góðu skipulagi og réttri skilgreiningu á ræstiþörfinni er mögulegt að halda uppi vönduðu þjónustustigi samhliða því að lækka kostnað. Ræstingaþjónusta Hreint ehf framkvæmir nákvæma úttekt og greiningu á ræstiþörf hvers atvinnuhúsnæðis fyrir sig. Slík úttekt er lykillinn að hagstæðri ræstingu. 

Hreint ehf. býður heilbrigðisstofnunum og hótelum af öllum stærðum Svansvottaða gæðaþjónustu og leysir þar að auki öll verkefni á sviði ræstinga í íslenskum skólum og hefur gert til fjölda ára. Hreint ehf. er öruggur valkostur þeirra sem krefjast faglegra vinnubragða og hagkvæmrar ræstingaþjónustu sem ræður bæði við stór og smá verkefni.

 


Nordic Eco Label

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.

Samþykkja