Fréttir

Húsráð: Flokkun á nýju ári

Hreint ehf.

Hreint ehf.

1. janúar 2018

Við hjá Hreint erum stolt af því að hafa verið Svansvottað fyrirtæki frá árinu 2010. Við leggjum mikið upp úr því að vera eins umhverfisvæn í störfum okkar og hægt er. Umhverfisvæn þrif er okkar sérgrein. Á nýju ári er gott að setja sér markmið fyrir nýtt ár og eitt af þeim markmiðum gæti verið að vera duglegri að flokka. Hér birtum við nokkur ráð um hvernig auðvelt er að byrja að flokka.

4 einföld skref til að byrja að flokka

1. Minnkaðu plastpokanotkun með margnota innkaupapoka.

Margnotapokar er víða hægt að fá, stundum eru þeir gefins en yfirleitt alltaf á mjög góðu verði. Ef nauðsynlegt er að nota plastpoka í ruslatunnur er mun ódýrara að kaupa þá á rúllum í verslunum, frekar en að kaupa þá í búðunum við kassann.

2. Vertu þér úti um ílát (poka) og aðstöðu fyrir daglega flokkun.

Margir kvarta undan plássleysi en hægt er að útbúa aðstöðu í eldhúsi, þvottahúsi, bílskúr eða geymslur. Sorpflokkunartunnur eru líka oftast minni en hefðbundnar tunnur enda fer minna í hverja flokkun. Eftir því sem fólk er duglegra að flokka verður það meðvitaðra um hvaða úrgangur fer frá því og fer að velja vörur sem eru í handhægari, og umhverfisvænni umbúðum í innkaupum.

3. Hreinsaðu umbúðir og rúmmálsminnkaðu fyrir flokkun til að koma í veg fyrir ólykt og óþarfa fyrirferð.

Það er dýrt og óþarft að flytja loft frá heimili að grenndargámum.

4. Farðu reglulega í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar.

Gerðu það að venju að fara til dæmis vikulega eða tvisvar í mánuði á grenndargáma. Þannig verður flokkunin enn frekar að venju og sjálfsögðum hlut í daglegu lífi.

Þessi texti er styðst við leiðbeiningar á vef Sorpu. Þar má einnig finna frekar upplýsingar og leiðbeiningar um flokkun.

Næsta húsráð: Gæludýr og hreinlæti